Val á bílstól númer tvö

| Samstarf í formi afsláttar.

Við leigðum Besafe ungbarnastól frá barnabilstolar.is og vorum mjög ánægð með hann. Eftir stutta notkun þá sáum við þó eftir því að hafa ekki keypt 360 bílstól svo við vorum ákveðin í því að bílstóll númer 2 yrði snúningsstóll. Aðalega því við erum bæði bakveik og eru aukin þægindi við það að geta snúið stólnum að okkur á meðan við setjum barnið í hann.

Fyrir nokkrum vikum þá setti ég inn spurningabox inn á instagram og bað um meðmæli varðandi bílstól númer tvö. Langflestir nefndu Motion All Size 360 frá Silver Cross sem þið getið lesið nánar um hér.

Það sem heillaði okkur mest við þennan stól er að stóllinn dugar frá fæðingu og upp í 36 kíló (145cm, ca. 12 ára).
SPS hliðarvörn, 3 hallastillingar svo það er þægilegt fyrir barnið að taka lúr í bílnum. Stelpan mín er að verða 10 mánaða og svefninn hefur alltaf verið mikið vandamál svo ég hef ansi oft þurft að taka rúnt með hana til að fá hana til að sofa. Hún svaf alls ekki vel í ungbarnastólnum en sefur voða vært í þessum stól.
Krækjur fyrir öryggisbeltið.
Og ekki skemmir fyrir hversu fallegur stóllinn er.
Það er til app sem heitir Silver Cross Car Safety þar sem hægt er að setja inn bíltegund og sjá hvort stóllinn passar í hann eða ekki, sjá leiðbeiningar hvernig skal festa stólinn í bílinn og taka hann úr.

Stóllinn er búinn að vera í notkun hjá okkur í 2 vikur og það er þvilíkur munur að hafa snúningsstól. Og dóttir mín sefur voða vel í honum, mögulega aðeins of vel þar sem hún sofnar oft í honum þegar hún á ekki að sofa.

Stóllinn fæst hér:
Silver Cross
Móðurást
Dóttir & Son
I am Happy
Yrja

20% afsláttur fyrir þá sem eru á póstlista Silver Cross hér

Instagram -> ingajons

Þér gæti einnig líkað við