Besta ostasalatið

Ég geri þetta salat oft fyrir veislur og hittinga og það slær alltaf í gegn! Þetta er besta ostasalat sem ég hef smakkað.

Uppskrift:

1 Mexico ostur (þessir kringlóttu)
1 hvítlauksostur (ostarnir brytjaðir smátt)
1 og 1/2 dós 18% sýrður rjómi
1 lítil dós maionaise
1/4-1/2 púrra (brytjuð smátt)
1 rauð paprika
1 gul paprika (brytjaðar smátt)
1 dós ananaskurl – pressa safa frá
rauð og græn vínber sett í lokin (skorin í 2-4 bita eftir stærð)

Verði ykkur að góðu!

xo
Guðrún Birna

Þér gæti einnig líkað við