Besta bananabrauðið

Hæhæ, mig langaði að deila með ykkur minni allra uppáhalds uppskrift af bananabrauði. Ég fann uppskrift á netinu fyrir nokkrum árum og hef síðan aðlagað hana og gert hana soldið að minni. Það sem ég elska við þessa uppskrift er hversu ótrúlega fljótlegt og einföld hún er. Bananabrauðin klárast oftast mjög hratt á mínu heimili og því gott að gera eina stóra uppskrift en hún dugar í 2 form. Ég mæli líka sérstaklega með því að bæta súkkulaðidropum eða nutella í annað brauðið en yfirleitt strái ég smá haframjöli yfir deigið þegar það er komið í form.

Hér kemur svo uppskriftin :

Hráefni

• 4 vel þroskaðir bananar

• 4 egg

• 5,5 dl hveiti

• 3 dl sykur

• 2 tsk matarsódi

• 2 tsk lyftiduft

• 1 tsk kanill

Aðferð

• Hitið ofninn á 160° blástur

• Stappið banana vel og blandið við sykur & egg

• Bætið hveiti rólega saman við svo restina af þurrefnunum

• Smyrjið/spreyið eða setjið bökunarpappír í 2 form og bakið í 50 mínútur eða þangað til brauðin eru orðin gyllinbrún

• Njótið !

Vistið myndina til að eiga uppskriftina 🤍

 

Takk fyrir að lesa, þangað til næst xx

Instagram : anastasiaisey

Þér gæti einnig líkað við