Bast vagga

Ég er gengin 18 vikur með mitt fyrsta barn og lengi búið að dreyma um hina ýmsa hluti fyrir barnið. 

Þar sem þetta verður mjög líklegast okkar eina barn þá langar mig að láta það eftir mér og kaupa fallega hluti sem mig er búið að dreyma lengi um. Eins og fallega bast vöggu. Hún er kannski ekki það praktískasta sem hægt er að eiga þar sem þessar eru ekki á hjólum og mun barnið vaxa fljótt upp úr henni svo við munum líklegast hafa aðra. Sá fyrir mér að hafa þessa vöggu frammi í stofu þar sem við munum eyða mesta tímanum. En þessi bast vagga er meira upp á útlitið. Ég ætla allavega að leyfa mér að kaupa fallega hluti sem gleðja ef ég fæ aðeins eitt tækifæri til þess.

Þessar bast vöggur heilla mig verulega ♡

Vöggur frá Minilist:

Getið skoðað þær betur HÉR.

Vöggur frá Petit:

Getið skoðað þær betur HÉR.

Færslan er hvorki kostuð né unnin í samstarfi. 

Instagram -> ingajons

Þér gæti einnig líkað við