Barnaherbergis- og skiptiaðstöðu pælingar

Ég er búin að hugsa mikið út í hvernig væri best að hafa barnaherbergið fyrir litla krílið okkar sem er væntanlegt 4. júlí. Ég veit það er svolítið í það en við erum með aukaherbergi sem að þarf að taka í gegn. Við fluttum inn í byrjun desember og er herbergið búið að vera hálfgerð geymsla/skrifstofa. Núna ætlum við að fara í gegnum það og gera fínt þannig að best væri að gera það með barnið í huga.

Barnarúmið ætlum við að hafa inni hjá okkur fyrstu mánuðina en við þurfum að finna skiptiborð og skáp eða kommóðu fyrir barnið.

Af því að þetta verður líka skrifborðsaðstaða fyrstu mánuðina þar sem að Óli er í MBA námi sem hann klárar í desember ætlum við ekki að mála herbergið í neinum lit eða gera það eitthvað baby-legt. En ég ætla samt að hengja upp einhverjar myndir og gera smá krúttó hjá skiptiborðinu og kommóðunni/fataskápnum.

Hér eru nokkrar myndir af Pinterest fyrir innblástur:

Svo er það skiptiborðið. Síðast vorum við með SUNDVIK skiptiborð frá IKEA (sjá myndir fyrir neðan) og var það mjög þægilegt, við notuðum það mjög mikið. Ég var með litla kassa á borðinu með allskonar aukahlutum eins og kremum, augndropum og fleiru en ég þurfti á tímabili að hafa þá útí glugga því stelpan mín var alltaf að tæta úr þeim og kasta útum allt. Við seldum borðið eftir að hún hætti með bleyju, annars myndum við nota það aftur núna.

Núna er ég að pæla hvort við ættum að kaupa GULLIVER skiptiborðið frá IKEA en það fer mikið minna fyrir því. Eða að kaupa kommóðu og hafa skiptidýnu ofaná henni. Við myndum nota kommóðuna fyrir öll föt og hluti sem fylgja nýja barninu og því kannski meiri praktík að kaupa þannig. Ég þekki nokkrar sem hafa notað MALM kommóðu sem skiptiborð. Ætla aðeins að skoða þetta.

Hér eru nokkrar myndir af Pinterest af skiptiaðstöðum:

Takk fyrir að lesa ❤

xo
Guðrún Birna

Þér gæti einnig líkað við