Hér er uppskrift að bananamuffins sem að stelpurnar mínar eru sjúkar í! Við gerðum þetta nokkrum sinnum í sumarfríinu og sló þetta alltaf jafn vel í gegn.
Hráefni
12 matskeiðar smjör
1/4 bolli sykur
1/2 bolli púðursykur
2 egg
1 teskeið vanillusykur
4 vel þroskaðir bananar
1 & 3/4 bolli hveiti
1 teskeið matarsódi
1/2 teskeið salt
1 bolli súkkulaði dropar
1 bolli valhnetur saxaðar (val)
Aðferð
1. Þeytið saman bráðnuðu smjöri, sykri, púðursykri og vanillusykri í um það bil 1 mínútu.
2. Þeytið eggin með og síðan stöppuðum bönunum.
3. Hrærið svo við hveiti, matarsóda og salti.
4. Hrærið súkkulaðidropana og hnetunum varlega saman við.
5. Setjið í muffins form. Eru sirka 12-13 stykki. Til að hafa þetta extra er hægt að strá súkkulaði dropum yfir.
6. Bakið í 22-24 mínútur í 175 gráðum.
xo
Instagram–> gudrunbirnagisla