Banana muffins [án hveitis]

Ég bakaði þessar muffins í fyrsta skipti í dag með dóttur minni. Við áttum svo mikið af gömlum bönunum þannig að við skelltum í bananabrauð og þessar ofur muffins. Ég sá uppskriftina á Instagramsíðu sem heitir Healthyfoodadvice.

Uppskrift:
2 gamlir bananar
2 egg
1 bolli hnetusmjör
2 tsk vanilludropar
2 msk hunang
1/2 tsk lyftiduft
Súkkulaðidropar

Aðferð:
Þeyta öllum hráefnunum saman í blandara nema súkkulaðinu. Hella í muffinsform og setja súkkulaði ofaná.
Baka í 8 mínútur við 205 gráður.

Á síðunni hjá þeim stendur að þetta séu 24 muffins og að hver sé 100 kaloríur. Við helltum þessu reyndar bara í 12 form og fannst mér það passa fínt. Það er náttúrulega frekar mikið hnetusmjör í uppskriftinni en ef fólk vill gera hana hollari er örugglega hægt að nota eitthvað annað í staðinn.

Ég á klárlega eftir að gera þessar aftur!

xo
Guðrún Birna

Þér gæti einnig líkað við