Baltasar Leví 2ja ára

Á sunnudaginn héldum við uppá afmælið hans Baltasars Leví.
Þið sem fylgdust með á Snapchat fenguð að sjá hvað það gekk allt erfiðlega og allt var á afturfótunum.

Á laugardeginum fékk afmæliskakan að detta í gólfið (hún var samt í kassanum þegar hún datt.)

Sunnudagurinn, þá átti eftir að gera muffins og pizzasnúðana.
Skálin í hrærivélinni brotnaði því að stál gæinn framan á vélinni datt ofan í skálina meðan ég var að hræra í pizzasnúðana.
Ég fékk nýja skál í láni og gaf þá hrærivélin sig (aðeins rúmlega eins árs gömul.)
Fékk þá vél að láni og hélt áfram að búa til deigið fyrir pizzasnúðana. Snúðarnir fara inn í ofn og brenn ég fyrsta skammtinn, og brenn ég aldrei neitt!

Við settum upp hoppukastalann, sló þá út rafmagnið og peran inn á klósetti sprakk.

Það má því segja að lukkan lék ekki við okkur þennan þrettánda dag mánaðar.

En ég var búin að lofa að gera færslu um hvaðan allt skraut var og þjónustu sem ég nýtti mér.

Muffins formið keypti ég hér. Ooooog standinn hér.

Snakk skálarnar keypti ég í Rúmfatalagernum.
Buðum við uppá tvenns konar snakk, omnom súkkulaði poppið, ostapopp og hockey pulver popp ( sem fór mjög fljótt! )

Gosið var keypt í Big box sem er í Skeifunni.
Miðarnir á flöskunum voru keyptir hér. En það sem ég vissi ekki, er að það er hægt að láta skrifa „Til hamingju með afmælið“ eða eitthvað álíka í staðin fyrir „Happy Birthday“.

Dunkurinn með krananum ( veit ekki rétta orðið ) keypti ég í Rúmfatalagernum fyrir brúðkaupið okkar Daníels í fyrra, það er ekki til eins en mjög svipað á 895 krónur hér er linkur af þeim dunk.

Hvolpasveitabúningana fékk ég hér, en þeir veittu mikla lukku og fengu þau börn sem vildu taka búningana með sér heim.
En sé að búningarnir eru búnir að hækka um 100 krónur frá því ég keypti þá, en ég keypti 9 stykki af þeim.

Stafa blöðrurnar keypti ég hér á aðeins 50 krónur stykkið.
Ég fékk margar spurningar hvernig væri að blása þetta upp, en ég notaði bara rör af kókómjólk og blés, og virkaði líka svona svakalega vel.

Stóra tvistinn keypti ég hér.

Blöðrurnar sem eru í loftinum ( sem ég límdi upp með duble tape-i, já þetta var budget friendly afmæli!) keypti ég hér.

Ég keypti líka „pakka“ með allskonar hvolpasveitar dóti, dúkur, diskar, servíettur, glös og þess háttar, og keypti ég það hér.

Eins og ég sagði að þá endaði kakan á gólfinu innan við 10 mínutum eftir að ég kom með hana heim. Hún hlaut smá skaða, en alveg vel nothæf. En ég keypti hana hér.

Kallana keypti ég í Allt í köku.

Kertin á kökunni keypti ég á Ali Express, en sýnist seljandinn vera hættur.

Hoppukastalann fékk ég sennilegar flestar spurningar um og leigðum við hann hér. Heitir þessi kastali „Rennibrautin“.

Svo létum við prenta á bolinn hjá Baltasar, og var því reddað á núll einni hjá Art & Text. Það klúðraðist hjá mér það sem ég var búin að panta af Ebay og redduðu þau mér á sunnudagsmorgninum! Algjörir snillingar, og ekkert smá vel gert og veglegt.

En það er mjög erfitt að ná mynd af Baltasar og náðist engin almennileg mynd af honum í bolnum, en ég má til með að sýna ykkur hann hér í 2 myndum.

Pizzasnúðarnir frægu, og hvít súkkulaði rice krispies bein með bláu glassúr

Ég keypti líka auka glös, servíettur, rör og þess háttar inná Ali Express, tóku allar vörurnar um mánuð að koma, svo það er nauðsynlegt að panta tímanlega.

Vonandi nær þetta að svara öllum ykkar spurningum!

En við fjölskyldan viljum nýta tækifærið og þakka kærlega fyrir drenginn!

Endilega fylgið okkur á Instagram: anitarg og Snapchat: anitarung

Kveðja
Aníta Rún
Instagram: anitarg

Þér gæti einnig líkað við