Babybrezza mjólkurvél

Klara fékk þessa mjólkurvél í skírnagjöf og hún er svoleiðis búin að auðvelda líf okkar. Þetta eru svo mikil þægindi og get ég ekki ýmindað mér að vera án hennar. Við þurftum að byrja gefa Klöru þurrmjólk frekar snemma og vorum stanslaust að blanda fyrir hana þannig þetta auðveldaði allt.

Það sem þessi vél gerir er að hún hitar vatnið fyrir þig. Hún skammtar mjólkurdufti og blandar. Vélin er mjög nákvæm og er mjólkin alltaf á réttu hitastigi. Vélin er um 10 sekúndur að græja einn pela sem er þvílíkur lúxus.

Þið ráðið hversu marga ml þið viljið og ef þið völduð rangt þá er hægt að ýta á stopp og velja aftur.

Klara er núna orðin 6 mánaða og er því í lagi að setja kranavatn í tankinn sem hitar svo vatnið. Vélin er u.þ.b 5 mín að hita það. Ef hún væri mikið yngri mundi ég setja soðið vatn.

Vélina þarf að þvo á hverjum degi því mjólk súrnar mjög hratt. Það er aðeins einn hlutur sem þarf að þvo og er það stúturinn sem mjólkin kemur úr. Ef það hellist mjólk í bakkann sem heldur pelanum þá þarf að þvo hann líka. Þetta er enga stund gert. Ég set alltaf nýtt vatn á hverju kvöldi þegar ég þvæ vélina og þríf vatnskassan öðru hvoru.

Þið þurfið ekkert sérstakt mjókurduft. Þið ráðið því alveg sjálf. Við notum Hipp því það hentar okkur best.

Þau hjá Babybrezza reyndust okkur mjög vel. Þið megið alltaf hringja í þau ef þið eruð óviss með eitthvað og ef það kemur upp eitthvað vesen þá mæta þau til ykkar. Rosa góð þjónusta hjá þeim.

Vélina getið þið nálgast HÉR . Þau bjóða líka uppá leigu þjónustu fyrir þá sem vilja.

Þér gæti einnig líkað við