Auðveldar og hollar bananaskonsur fyrir börnin

Ég er alltaf að reyna að finna eitthvað sniðugt millimál fyrir mína 10 mánaða sem er bæði hollt og gott. Ekki skemmir fyrir þegar það er líka einfalt og fljótlegt!

Ég skellti í þessa uppskrift um daginn og hún sló alveg í gegn hjá dúllunni minni. Uppskriftin gerir um 10-12 litlar skonsur sem eru þægilegar fyrir börn að narta sjálf í.

Það sem þarf
20 gr. hafrar
1 egg
hálfur banani
Kanill og kakó eftir smekk (ég notaði um 1/4 tsk af hvoru)

Aðferð
1. Hafrar fínmalaðir í matvinnsluvél
2. Banana, kanil og kakó bætt út í matvinnsluvélina og blandaði vel
3. Egginu bætt út í og hrært þangað til þetta er allt búið að blandast saman
4. Mæli með að steikja þær á pönnukökupönnu

Ég smurði skonsurnar svo með smjöri og osti og leyfði Hugrúnu að narta sjálf í þær. Hún kláraði ekki allar skonsurnar en restinni skellti ég í box og geymdi í ísskáp fyrir næsta dag

Njótið!
Instagram: asahulda

 

Þér gæti einnig líkað við