ASOS skó óskalisti

Þeir sem þekkja mig vel vita að ég ELSKA skó. Ég hef róast mikið eftir að ég átti stelpuna mína, kaupi ekki eins mikið af skóm og áður. Á menntaskólaárum mínum keypti ég að minnsta kosti eitt skópar á mánuði. Þegar ég var komin uppí 80 skópör þá fór ég að taka til í skónum mínum, gaf helling og seldi einhver. Í dag kaupi ég ekki oft „ódýra“ skó. Ég kaupi mér frekar vönduð og eiguleg skópör.
Ég er aðeins búin að vera skoða ASOS heimasíðuna og sá svo marga skó sem mig langaði í. Ég ætla að sýna ykkur þá sem gripu mig strax.

Finnst þessir mjög sætir, fínir í vinnuna.
Fást HÉR.

Þessir Steve Madden skór eru klikkaðir!
Fást HÉR.

Fyrsta sem ég sá fyrir mér þegar ég sá þessa var myndin Clueless. Love it.
Fást HÉR.

Þessir eru mega pæjulegir.
Fást HÉR.

Mig vantar svo nýja strigaskó. Finnst þessir mjög kúl.
Fást HÉR.

Þessir eru æði. Hægt að nota hversdags og fínna.
Fást HÉR.
xo
Guðrún Birna
Instagram –> gudrunbirnagisla

Þér gæti einnig líkað við