Asos sending

Ég sá að það var útsala á Asos um daginn svo ég skellti í eina litla pöntun. Það er ennþá góð útsala á síðunni svo ég mæli eindregið með að kíkja og gera góð kaup.

Ég keypti þessa peysu HÉR. Hún var á 40 pund, en er núna á afslætti á 20 pund. 

Ég keypti þennan jakka HÉR. Hann var á 55 pund, en er núna á afslætti á 20 pund. 

Ég keypti þennan kjól HÉR. Hann var á 38 pund, en er núna á afslætti á 28 pund. 

Ég keypti þessa húfu HÉR. Hún er ekki lengur á útsölu, og kostar 9 pund. 

Ég er alltaf svo ánægð með allt sem ég kaupi á Asos. Núna þegar ég er búin að versla þar nokkrum sinnum þá er appið farið að þekkja hvaða stærð ég nota og bendir mér alltaf á hvaða stærð myndi passa mér best miðað við fyrri kaup. Þannig að allt sem ég verslaði núna smell passaði á mig, eins og alltaf. 

Ekki gleyma að gera ráð fyrir tollinum þegar þið verslið svona á netinu. 24% vsk leggst ofan á plús einhver smá upphæð í tollmeðferðargjöld. 

Takk fyrir að lesa 

 

Þér gæti einnig líkað við