Asos Gleði

Ein önnur Asos pöntunin ♡.
Fyrir ykkur sem eruð óörugg í að panta á netinu þá skrifa ég við hverja flík hvaða stærð ég tók. Skrifa einnig við ef flíkin passaði ekki og til að gefa ykkur einhverja hugmynd um hvað þið gætuð þurft. Ég sjálf er í kringum 170 á hæð og er yfirleitt í Medium hérna heima. Mér finnst voða gott að hafa flíkurnar heldur víðar og tek því yfirleitt stærri stærð ef ég er óviss.
Annars inn á Asos þá er hægt að sjá upplýsingar um módelin, hæð þeirra og í hvaða stærð þær eru sem hjálpar manni einnig mjög í valinu.

Þessi bolur er úr ,,Asos Tall“ línunni svo ég tók hann í stærð 36, minni stærð en ég tek yfirleitt.
Fæst HÉR

Þessi flík á að vera ,,beach cover-up“. En ég hafði hugsað mér að para þetta saman við svartar buxur og plain svartri samfellu, eða blúndusamfellu. Held að það kæmi vel út.
Tók stærð 38.
Fæst HÉR

Tók stærð 38.
Fæst HÉR

Þetta er líka ,,beach cover-up“. En mér finnst mjög þægilegt að eiga svona flíkur sem eru víðar, þægilegar og auðvelt að para við plain buxur og blúnduhlýrabol.
Tók stærð 38.
Fæst HÉR

Þetta er í raun náttskyrta og er úr satín. En ég hafði hugsað mér að nota þessa flík dags daglega, eða bara heimaskyrta.
Þetta er líka úr ,,Asos Tall“ línunni en ég tók samt stærð 38 til að hafa skyrtuna vel síða. Síddin er mjög fín en heldur of víð. Mjög þægilegt samt sem áður og mjög sátt með hana.
Fæst HÉR

Tók stærð S. Fín stærð, Medium hefði líka verið fínt, jafnvel betra. En þarf mögulega að stytta böndin á ermunum, þau flækjast svolítið fyrir.
Fæst HÉR

Tók stærð S og er peysan ekki eins víð og á módelinu. Samt alveg nógu víð en ekki þannig að axlirnar verða berar.
Fæst HÉR

Tók stærð 39, hefði alveg verið til í 39 & 1/2 en þetta sleppur.
Fæst HÉR

Inga

Þér gæti einnig líkað við