Mon Jun 26 2017

Sumarjakkinn fundinn

Sunna Rós

Ég átti ekki einn jakka fyrir útiveruna okkar Klöru. Aðeins úlpur eða kápur í fínni kantinum sem hentuðu mér ekki fyrir sumarið. Við erum mikið úti og því löngu komin tími á betri jakka. Ég vildi fá góðan jakka sem þolir íslenskt veður vel. Jakkinn sem var fyrir valinu heitir Bleyta og er fullkominn fyrir mig. Sniðið á honum klæðir mig ótrúlega vel og er ég virkilega ánægð með hann. Það sem heillaði mig mest við jakkan er hvað hann er stílhreinn og þægilegur. Ég er búin að vera ansi dugleg að nota jakkann frá því að ég fékk hann og líður mér aldrei óþægilega í honum. Ég er aldrei í svitabaði í honum því efnið er með svo góðri öndun. Það sem kom mér mest á óvart við jakkann er hvað Diamondium efnið er gott. Efnið hrindir frá sér allri bleytu og við erum að tala um að þú sérð alla dropana sem lenda á honum. Jakkinn hreinlega blotnar ekki og það sést ekkert á honum eftir blauta útiveru.

Nánari lýsing

Jakkinn er úr Diamondium-efni sem er sérhannað af ZO•ON til að veita góða öndun og vatnsheldni. jakkinn er fóðraður með áfastri og stillanlegri hettu og hægt að þrengja að ermunum eftir þínum þörfum. Það er renndur brjóstvasi og tveir neðri vasar. Leðurmerki á ermi og á rennilásum. Hann kemur í þremur litum bláum, brúnum og fjólubláum.

ZO•ON jakkarnir eru þekktir fyrir að vera endingargóðir og því góð fjárfesting fyrir alla.

Þessi færsla er unnin í samstarfi við ZO•ON á Íslandi