Sat Sep 01 2018

Box í ísskápinn

Sunna Rós

Ég er alveg komin með svaka æði fyrir boxum í ísskápinn. Mér finnst þetta hrein snilld og hjálpar að viðhalda skipulaginu í honum. Mér finnst núna einfaldara að þrífa ísskápinn því ef eitthvað lekur þá ferð það í boxin. Boxin mega síðan fara í uppþvottavélina :) Mér finnst þetta hjálpa til að hafa allt á sínum stað. Ég er t.d. með allt álegg og til að smyrja í einu boxi og er það alltaf tekið út í kaffitímanum.

Nokkrar myndir sem ég fann af Pinterest. Þetta þykir mér svo flott, allt vel skipulagt og fínt :)

Ísskápurinn heima alltaf í toppstandi núna :) Ég fæ oft spurningar út í boxin og keypti ég flest öll í Byko og nokkur voru keypt útá Spáni. Byko er með mjög gott úrval núna af boxum! :) Hef þetta ekki lengra núna. Þessi færsla er ekki kostuð né unnin í samstarfi.