Að spara hlutina

Ég vona að allir hafi haft það rosa gott um jólin. Borðað góðann mat og haft það notarlegt í faðmi fjölskyldunnar :) Alltaf þegar það fer að kólna og frostið kemur verð ég að hugsa rosa vel um húðina á mér. Nota góða maska og frekar feit krem enda er ég gjörn á því að fá þurkubletti á þessum tíma. Eitt sem fylgir oft með í mínum jólapökkum eru maskar sem ég elska! Ég tók uppá því á tímabili að spara þau krem og maska sem ég hélt mikið uppá. Þetta átti að vera alveg spari og nota á réttum tíma. Ég get sagt ykkur það að öll þessu krem sem ég sparaði svona mi...

Desember hafrabrauð

Ég veit um fátt betra en nýbakað brauð með kaffinu. Ég geri oft hafrabrauð í desember sem er matarmikið og einstaklega gott. Oft gleymir maður að borða í desember og er þetta því alveg himneskt að eiga til að grípa í. Þetta er í miklu uppáhaldi heima hjá mér og vildi ég því deila uppskriftinni með ykkur :) ...

Box í eldhúsið

Það eru 18 dagar til jóla sem þýðir að jólabaksturinn er löngu farinn af stað á þessum bæ. Áður en baksturinn hófst tók ég eldhúsið smá í gegn. Þreif allt hátt og lágt og skipulagði vel. Ég keypti líka ný box en það var löngu kominn tími á að endurnýja þau. Ég hef fengið fjölda spurninga varðandi boxin og langaði mig að sýna ykkur þau aðeins betur. ...

Jólakort

Sést það að ég er komin í jólaskap. Jóla færslurnar hrúgast inn hjá mér:) Ég var að panta mér jólakort og rakst ég á þessa frábæru síðu <a href='https://www.bonusprint.co.uk' target='_blank'>Bonusprint.</a> Fyrir ykkur sem sendið út jólakort þá mæli ég með að panta hjá þeim. Það er nefnilega 50% afsláttur af öllum jólakortum. Þú annað hvort velur tilbúið kort og bætir við texta eða býrð til sjálfur. Kóðinn er FALL2018 <strong>"endar á miðnætti 18. nóv"</strong> Kortin mín voru komin í póst daginn eftir. Ótrúlega fljót og góð þjónusta! Ég pantaði um 30 k...

JÓLA-INNPÖKKUN

Það eru um 6 vikur í jólin og er ég að farast úr spennu! Ég er ótrúlega mikið jólabarn og elska allt sem tengist jólunum. Mér finnst gott að vera tímanlega með gjafirnar. Allavega vera búin að kaupa þær allar til að losna undan troðfullum búðum og öngþveiti. Það er svo gott að vera búin með þær áður en desember gengur í garð og slaka á. Eyða desember í bakstur, jólamyndir og hafa það þvílíkt notarlegt!...

Nýtt á heimilið

Mig langaði að sýna ykkur spegilinn sem við vorum að fá okkur. Mig var lengi búið að langa í stóran spegil í forstofuna til að gera rýmið fallegra. Ég gerði dauða leit í flest öllum búðum en fann ekkert, ef ég fann eitthvað þá var það alltof dýrt. Ég kíkti inná heimasíðu <a href='https://www.ispan.is' target='_blank'>Íspan</a> og sá að hægt var að fá tilboð í spegla hjá þeim. Að forvitni minni prufaði ég að senda á þá og fékk svar daginn eftir. Ég tók tilboðinu og fékk Íspan til að sérsmíða spegilinn fyrir okkur :) ...

Filmur í glugga

Mig vantaði að láta filma nokkra glugga hjá mér. Íbúðin okkar er á jarðhæð og beint á móti bílastæði þannig það sést vel inn. Ég var búin að mikla þetta svo fyrir mér og hélt að þetta væri svaka mál en þetta er rosa einfalt! Ferlið er mjög einfalt; <ol><li>Þrífið gluggann vel þar sem filman á að fara.</li><li>Spreyið sápuvatni yfir svæðið þar sem filman fer á.</li><li>Takið pappírinn af filmunni og spreyið vel á filmuna líka.</li><li>Settu filmuna á gluggann, sápuvatnið lætur filmuna fljóta á glugganum þannig það er auðvelt að koma henni fyrir.</li><li>Þega...

Krukkulímmiðar í þvottahúsið

Ég tók þvottahúsið í gegn um daginn og gerði smá breytingar. Ég var með þvottaefnið í krukku og skipti ég henni út yfir í aðra sem ég er miklu hrifnari af. Ég sá sæta límmiða inná <a href='http://www.Etsy.com' target='_blank'>Etsy.com</a> sem maður límir á krukkur og kemur þetta ekkert smá vel út. ...