Krukkulímmiðar í þvottahúsið

Ég tók þvottahúsið í gegn um daginn og gerði smá breytingar. Ég var með þvottaefnið í krukku og skipti ég henni út yfir í aðra sem ég er miklu hrifnari af. Ég sá sæta límmiða inná <a href='http://www.Etsy.com' target='_blank'>Etsy.com</a> sem maður límir á krukkur og kemur þetta ekkert smá vel út. ...

Box í ísskápinn

Ég er alveg komin með svaka æði fyrir boxum í ísskápinn. Mér finnst þetta hrein snilld og hjálpar að viðhalda skipulaginu í honum. Mér finnst núna einfaldara að þrífa ísskápinn því ef eitthvað lekur þá ferð það í boxin. Boxin mega síðan fara í uppþvottavélina :) Mér finnst þetta hjálpa til að hafa allt á sínum stað. Ég er t.d. með allt álegg og til að smyrja í einu boxi og er það alltaf tekið út í kaffitímanum. ...

Ferðamappa fyrir börnin

Við fljúgum út á morgun og útbjó ég möppu fyrir Klöru svo hún myndi hafa eitthvað að gera í vélinni :) Ég keypti möppu í A4 ásamt 4 plastvösum með rennilás. Ég gataði plastvasana og setti inní möppuna. Setti síðan allskonar afþreyingu í hvern vasa....

Endurnýta vaxliti

Þegar vaxlitirnir brotna hérna heima (sem gerist oft) þá safna ég þeim saman í lítið box. Ég ætlaði alltaf að endurnýta þá og búa til nýja. Nú fyrir stuttu var ég stödd í Søstrene Grene og fann flott form. Formið er reyndar ætlað til þess að búa til ísmola en mér fannst það passa vel við þetta vaxlita mission hjá mér. Það kostaði um 300 kr þannig það sakaði ekki að prufa þetta....

Asos gleði!

Nokkrir dagar þangað til við förum út! Ég pantaði nokkrar flíkur til að taka með mér í sólina af <a href='http://www.asos.com' target='_blank'>Asos.</a> Fötin eru ótrúlega flott og er ég ekkert smá ánægð með þau! ...

Ódýr sandkassi

Þegar við seldum íbúðina okkar þá skildum við sandkassann eftir. Ég sá mikið eftir honum og ekki síst Klara enda mikið í uppáhaldi. Við erum ekki með garð í nýju íbúðinni en erum með rúmgóðar svalir. Ég vildi beint ekki hafa risastórann sandkassa þar en ég keypti stórt box í Ikea og kemur þetta vel út. Það er hægt að kaupa stór box með lokum bæði í Ikea og í Rúmfó sem hægt er að nota sem sandkassa. Boxið kostaði kringum 2000 og sandurinn á klinki uppí Bauhaus. Mæli með að taka með bala eða fötur ef þið ætlið að versla ykkur sand hjá þeim :) ...

Innpökkunar skipulag

Það var allt komið útum allt í innpökkunardótinu mínu og löngu kominn tími á tiltekt þar. ...

Kveðjugjöf fyrir leikskólann

Þetta er síðasta vikan hennar Klöru í leikskólanum. Hún byrjar í nýjum eftir sumarfrí og vildum við því gefa smá kveðju þakklætisgjöf. Allir eru svo yndislegir þarna og erum við hálf sárar yfir því að vera fara. Við eigum eftir að sakna þeirra mjög mikið! ...