Fri Jul 14 2017

Fullkomin uppskrift af gæsun

Snædís Bergmann

Það er svo gaman að gæsa og hvað þá eina af sínum bestu vinkonum. Það er líka ekkert betra en að halda út í daginn með allt vel skipulagt. Ef þú ert að fara að gæsa mæli ég svo sannarlega með því að lesa áfram því ég þori nánast að fullyrða það að þetta sé hin fullkomna uppskrift af gæsunardegi! Við byrjuðum daginn auðvitað á því að sækja gæsina heim til sín og það með stæl. Við marseruðum inn til hennar með Ömmu Dídí í broddi fylkingar, syngjandi Allir dansa kónga. Amma Dídi er dásamlegur karakter sem leikkonan Anna Magga hefur leikið undanfarin ár. Ég mæli svo mikið með því að fá hana í veislur, skemmtanir, gæsanir og steggjanir en Amma Dídi er hrikalega fyndinn karakter sem tekur að sér allskonar gigg, allt frá heilræðum fyrir hjónasængina yfir í diskódansbingó. Hægt er að senda inn fyrirspurnir <a href='https://www.facebook.com/didi.gamla'_blank'>HÉR</a>.

Næst á dagskrá var að bruna með gæsina í brunch en hann var haldin heima hjá mömmu gæsinnar sem mér finnst rosalega skemmtileg hefð í gæsunum. Þar sem gæsin býr við hliðina á Mosfellsbakarí og er fastagestur þar kom ekkert annað til greina en að fá bakaríið með okkur í lið og sjá um brunchinn fyrir okkur. Það var ekki bara þægilegt að fá þetta allt svona tilbúið fyrir okkur og þurfa ekki að stússast í því í stressi heldur var þetta allt svo flott og vel útilátið líka. Ekki skemmir fyrir að Hafliði eigandi Mosfellsbakarí er verðlauna konfektgerðamaður, ég hataði það ekkert. Konfektið og súkkulaðið var ekki bara mikið fyrir augað því ég get sagt með góðri samvisku að þetta er eitt það besta súkkulaði sem ég hef smakkað. Það var svo mikill afgangur að við gátum tekið mat með okkur og borðað yfir daginn sem var einnig stór plús og þurftum við því ekki að vera að pæla í mat fyrir daginn. Hægt er að senda inn allar fyrirspurnir á linda@mosbak.is

Nú var komin tími til að halda út í daginn og var byrjað á því að fara í Spilavini. En Spilavinir er búð sem staðsett er í bláu húsunum í Skeifunni. Þar fórum við í allskonar leiki, spil og skemmtun þar sem hópurinn kynntist betur og hristist saman og mæli ég með því fyrir alla hópa að fara þangað þar sem Linda og Svanhildur eigendur Spilavina taka á móti ykkur með bros og gleði. Ég lofa góðri skemmtun og er þetta hið fullkomna hópefli.

Nú þegar hópurinn var búin að hristast saman héldum við af stað í Loftbolta eða Bubblubolta svokallaðan. Loftbolti.is tóku á móti okkur á Klambratúni og var farið í leiki og fjör og skemmti hópurinn sér afar vel. Á Klambratúni borðuðum við líka nestið okkar en við tókum afgang úr brönsinum og var það algjör snilld og er mikilvægt að passa að hópurinn borði vel yfir daginn.

Eftir svona hasar og fjör er ekkert betra en fara saman og slaka á í dekri fyrir kvöldið. Laugar Spa er að mínu mati fullkominn staður fyrir hópa að fara í slökun og dekur. Við prufum einnig vörur frá Laugar spa sem komu skemmtilega á óvart. Við byrjuðum á því að hreinsa húðina okkar í sturtunni með andlitshreinsinum frá þeim. Við fengum síðan allar sloppa og röltum í baðstofuna sjálfa. Þar tók á móti okkur þægilegt andrúmsloft og geggjuð aðstaða sem er sniðin til að endurnæra líkama og sál. Við skrúbbuðum svo allan líkamann með dásamlegum skrúbbi og vorum við allar sammála um að við höfðum aldrei verið jafn mjúkar og vel lyktandi eins og eftir skrúbbinn. Í Laugar Spa eru gufur af öllum gerðum og stærðum. Þar er líka heitur pottur, kaldur pottur, slökunarherbergi og einnig er hægt að panta sér mat og drykk. Við hópurinn enduðum á því að setja á okkur maska og slökuðum á við eld í slökunarherberginu. Þetta var akkurat það sem við þurftum til að halda áfram inn í kvöldið og vorum við skvísurnar snaaarsætar og tilbúnar í það sem kvöldið hafði uppá að bjóða.

Eftir svona slökun þarf að ná hópnum aftur upp í stemmingu og fjör. Við héldum því næst á veitingastaðinn Bazaar Oddson sem er staðsettur í JL húsinu út á Granda. Þar er boðið hópum upp á hópmatseðil þar sem hægt var að velja sér pasta, pizzur og hamborgara á sanngjörnu verði. Það var heldur ekkert verra að á staðnum var Happy Hour til kl 20. Við skemmtum okkur allavega vel og borðuðum góðan mat. Það sem toppaði svo algjörlega heimsóknina á Bazaar Oddson er að á staðnum er Karaoke herbergi sem hópar geta bókað klukkutíma í senn. Nei ég held við höfum aldrei fengið betri hugmynd, þetta var svo mikil snilld. Hægt var að velja úr öllum mögulegum lögum og voru tveir míkrafónar. Vorum við með sér herbergi alveg útaf fyrir ykkur þar sem við gátum pantað okkur drykki og sungið frá okkur allt vit.

Að lokum héldum við heim til mín og skemmtum okkur fram á rauða nótt. Í svona gæsunum er svo mikil dagskrá og fjör að margir eru orðnir þreyttir um miðnætti sem er skiljanlegt. Ég er hinsvegar með snilldar lausn á því – það er að panta trúbador heim, eftir mína upplifun vil ég meina að það sé skylda í allar gæsanir. Stemmingin og gleðin sem fylgdi því er ólýsanleg. Við fengum líka einn besta trúbador landsins en það er hann Jón Sigurðsson betur þekktur sem 500kallinn. Þið getið haft samband við hann <a href='https://www.facebook.com/profile.php?id=696077643' target='_blank'>HÉR</a>. Hann svarar ykkur um hæl með allar upplýsingar. Það var svo mikið stuð að hann var helmingi lengur en við bókuðum hann í og tilbúin til að spila og syngja öll þau lög sem við báðum um, hann meiraðsegja var svo almennilegur að mæta í gulu sem var þemalitur kvöldins ;)

Ég vona að þetta hafi hjálpað einverjum hópum í sinni skipulagningu og segi bara góða skemmtun! Snædís Bergmann <3