Wed Jul 06 2016

Icebreaker ullarfatnaður úr 100% Merino ull

Snædís Bergmann

**Vörurnar í færslunni fékk ég sem sýnishorn að minni ósk og því hefur það engin áhrif á álit mitt í færslunni** Ég held að lang flestir íslendingar eigi ull eða föðurland eins og það er gjarnan kallað. Það er eiginlega nauðsynlegt fyrir útilegur og íslenskt veðurfar. Ég hef allavega átt tvö slík undanfarin ár og nota mikið innan undir föt til dæmis í göngum, skíðum og útilegum. Vandamálið er að ég er mjög viðkvæm fyrir ull og mig klæjar alltaf rosalega undan henni. Mér hefur því oft liðið frekar illa í svona föðurlandi og verð alltaf að vera í hlýrabol undir henni sem er verra því það er best ef ullin fær að vera innsta lagið upp við húðina. En að máli málanna ég fann hið fullkomna föðurland fyrir mig og verð að deila því með ykkur. Það heitir Icebreaker og er úr 100% Merino ull sem er mýksta ull sem ég hef komist í snertingu við og sú eina sem stingur mig ekki ahh þvílík sæla.

Ég uppgötvaði líka að ullin er ekki einungis ætluð til að nota í kulda heldur er hún líka æðisleg í hlýju veðri. Hún heldur á manni hita í kulda en einangrar mann á sama tíma frá hita þegar það er hlýtt úti. Ég til dæmis notaði hana í Dublin fyrr í mánuðinum þegar það var 16° stiga hiti og skýjað/rigning. Mér leið svo vel og var hvorki heitt né kalt það skemmir heldur ekki fyrir hvað ullin er falleg og hægt að fá í mörgum flottum litum. Ég á það til að svitna frekar mikið sem er mjög leiðilegt vandamál en þegar ég er í Icebreaker ullinni svitna ég nánast ekkert. Ég á hlýrabol frá þeim sem ég hef varla farið úr eftir að eignaðist hann, bara rétt til að þvo hann, því hann hjálpar líkamanum að halda réttu og góðu hitastigi. Það kemur heldur ekki vond lykt ef maður svitnar í ullina því í henni er náttúruleg vörn gegn bakteríum og lykt svo það þarf alls ekki að þvo bolinn eftir hverja notkun. Þegar ég þvæ fötin þarf heldur ekki að þvo á sérstöku ullarprógrammi heldur bara með öllum hinum þvottinum sem er mjög þægilegt.

Við fjölskyldan hjóluðum í Húsdýragarðinn í góða veðrinu í vikunni og fór ég í ullinni sem var ótrúlega þægilegt og hentar hún svo sannarlega við hvaða aðstæður sem er. Það lýtur út fyrir að við verðum fasta gestir í garðinum því Signý Alba elskar dýr og finnst ekkert smá gaman. Skrækirnir og gleðin sem skín frá henni er svo dásamleg. Ég veit ekkert betra en að sýna henni dýrin, klappa þeim og gera ´aaaaa´. Maðurinn minn sem er einnig mikill dýraunnandi er að reyna sannfæra mig um að fá kött inn á heimilið... ég veit ekki alveg með þá hugmynd en sjáum til.

Ég elska að vera með ennisband frekar en húfu. Þetta band er æðislegt fyrir útiveru og einnig til dæmis undir hjálma.

Ég held að það þurfa allir að eignast eitt sett af Icebreaker Merino ull. Hægt er að fá nærbuxur, toppa, hlýraboli, sokka, ennisband, peysur og buxur. Nú er bara um að gera að dressa sig upp frá toppi til táar í 100% merinoull. Ullin fæst í <a href='http://www.ggsport.is' target='_blank'>GGsport</a> Smiðjuvegi 8. Mæli með að kíkja á allt úrvalið og máta þið verðið ekki fyrir vonbrigðum.

Svo mikið af fallegum litum, gerðum og stærðum. Snædís Bergmann <3