Fri Sep 02 2016

1.árs stór afmæli Signýjar Ölbu

Snædís Bergmann

Þá er litla barnið mitt orðið 1.árs! Ég er ekki að trúa þessu, en það sem ég er stolt af þessari dásamlegu mannveru sem ég er svo heppinn að fá að kalla dóttur mína. Hún er auðvitað bara laaang besta og fallegasta barn í heimi. Kjóllinn sem Signý Alba er í saumaði ég þegar ég var í Húsmæðraskólanum og þykir mér mjög vænt um það að hún hafi verið í þeim kjól á 1.árs afmælinu sínu. Kórónuna heklaði mamma vinkonu minnar það er svo krúttlegt að hafa kórónu á afmælinu og finnst mér þessi æði. Stóllinn sem hún situr í er frá <a href='http://www.husgogn' target='_blank'>Húsgagnaheimilinu</a>, planið er að taka afmælismynd á hverju ári í þessum stól þar til hún verður 16 ára hehe. En þessi stóll er svo krúttlegur og verður flottur í herbergið hennar sem ég er á fullu að undirbúa núna. Ég verð að viðurkenna að ég var svo ofur spennt að halda uppá afmælið hennar að ég byrjaði að kaupa dót í litaþemanu í mars!!! Þetta er bara eitt það skemmtilegasta sem ég geri. Það sem ég bauð uppá var: Súkkulaðiafmæliskaka, rice krispies, muffins, bláberjapie, marengs, makkarónur, skinkuhorn, heita rétti og ísbar. Auðvitað hélt ég að væri með alltof lítið og allt myndi klárast en það eina sem kláraðist alveg voru skinkuhornin svo ég þarf klárlega að gera tvöfalda uppskrift af þeim næst.

Það sem tók mestan tíma var auðvitað að baka fyrir herleg heitin en þar fast á eftir var að blása og binda rúmlega 400 blöðrur. Blöðrurnar límdum við svo með double tape-i í loftið og já ég er ennþá 5 dögum síðar að týna þær niður úr loftinu og þrífa lím af gólfinu! En þetta er allt svo þess virði :) Ég pantaði svo sérmerkt M&M fyrir prinsessuna, það dugar ekkert minna þegar maður er 1.árs. Ég pantaði það inná <a href='https://www.mymms.com/home.do' target='_blank'>mymms.com</a>. Ég setti afmælisdaginn hennar, nafn og mynd. Þetta vakti mikla lukku og er svo krúttlegt.

ÍSBAR!! Já þessi fjölskylda elskar ís, það féll því í mjög góðan jarðveg þegar ég ákvað að bjóða uppá ísbar í afmælinu, ég held ég hafi aldrei fengið eins góða hugmynd á ævinni!! Ísbúðin <a href='http://www.hafis.is' target='_blank'>Hafís</a> veitti mér eina bestu þjónustu sem ég hef fengið og ísinn er einn sá besti í bænum. Ég pantaði hjá þeim 2x5l af ís, ég valdi jarðaberja og lakkrís, aðallega því það passaði svo vel við litaþemað, já ég er klikkuð ;) Þeir sendu þetta til mín daginn sem veislan var og kom ísinn í frystiskáp með glerloki svo ég þurfti ekki að hafa áhyggjur af því að ísinn væri að bráðna. Ég var svo með kurl á ísinn í litlum nammibar sem ég keypti í Tiger. Ég get ekki dásamað þetta nægilega mikið og finnst þetta svo sniðugt í hvaða veislur sem er og jafnvel fyrir vinnustaði sem vilja gera vel við starfsmennina sína í hádeginu einn daginn.

Við vorum mjög heppinn með veður í afmælinu og buðum við uppá límónaði. Ég keypti í Kosti límónaði duft sem ég blandaði í vatn og setti klaka, sítrónur og smá matarlit útí. Mjög einfalt og gott. Ég var svo með froosh flöskur undir drykkinn en ég skreytti þær með kökuskrauti. Ég dýfði bara stútnum á þeim fyrst í sykurmassalím og svo í kökuskrautið, þetta kom mjög skemmtilega út en það er einnig hægt að nota súkkulaði í stað sykurmassalímsins.

Já bleika og gyllta þemað var tekið alla leið!

Auðvitað fékk prinsessan sína eigin afmælisköku því ég vildi ekki gefa henni súkkulaði afmæliskökuna. Ég skar melónu í tvennt og tók hýðið af henni. Þeytti rjóma og cover-aði kökuna alla og skreytti með uppáhaldinu hennar, bláberjum og jarðaberjum. Hún kom skemmtilega á óvart og það voru ekki bara börnin sem fengu sér sneið af henni! Ég útbjó smá barna veitingar fyrir alla litlu vinina sem komu í afmælið, en það var frekar auðvelt uppáhalds snarlið hennar, cheerios og rúsínu í möffinsformum og skvísur.

Vona að þetta hafi gefið ykkur eitthverjar hugmyndir fyrir ykkar veislu. Ég mæli með að hugsa allt vel fram í tímann því þá er svo auðvelt að skipuleggja og panta til dæmis skraut og annað á netinu. Snædís Bergmann <3
Snædís

Fri Sep 16 2016 22:07:36 GMT+0000 (GMT)

Eg nota shiping forwarding service sem er úti og þeir safna öllu saman í einn pakka og senda mer! Heitir shipito.com. Mæli með því!!


Margrét

Sun Sep 04 2016 12:04:44 GMT+0000 (GMT)

Hæ hæ mig langar svo að vita hvernig þú fékst m&m ið sent til íslands, sýnist ekki vera boðið uppá annað en kanada og bandaríkin? :) og tók langan tíma að fá það sent hingað heim? með fyrirframm þökk Margrét Guðlaug