Thu Mar 12 2020

Kvikmyndahorn Sæunnar - Útbreiðsla Vírusa

Sæunn Tamar

Sælt veri fólkið. Það er nú þannig á þessum viðsjárverðu tímum, að eitthvað verður maður að hafa sér til dundurs. Ég er ein af þeim sem bíð í ofvæni eftir öllum fréttum sem berast af þessari COVID-19 veiru og er alveg dauðhrædd við útbreiðslu hennar, hafandi frekar alvarlegan undirliggjandi sjúkdóm. EN – það þýðir ekki að ég sé orðin rúm-liggjandi, með sængina dregna upp fyrir haus og voni að veiran finni mig ekki. Ekki alveg. Ég fór því að huga að því hvað væri nú hægt að gera til að stytta sér stundir og komst að því að ég gæti dottið í að horfa á uppáhalds bíómyndirnar mínar á nýjan leik, svona rifja upp kynnin. Þessi pistill verður því með undir-titil: Kvikmyndahorn Sæunnar Og svo byrjum við svona: „Velkomin kæri lesandi í kvikmyndahorn Sæunnar. „ Það verður að segjast að þegar ég var búin að taka listann saman, þá var á honum talsverð „slagsíða“ og skrifast það alfarið á þetta ástand sem við erum að upplifa núna með þessa veiru. Ég tók saman lista yfir 16 af mínum uppáhalds kvikmyndum sem tengjast sóttkví, vírusum, smitum og á góðri ensku ,,survivor skills”. Ætli ég hafi ekki byrjað að hafa áhuga af slíkum myndum kringum árið 2002 þá tólf ára gömul. Ég var heilluð afþví hve ein lítil breyta í samfélaginu gat sett allt á hliðina. Ég man enn hvað ég spegúleraði mikið í því hvað ótti og óvissa voru alltaf versti óvinur mannsins. Stundum gat það dregið fram það besta í fólki en hjá öðrum það versta, sérstaklega ef óttinn náði að eitra huga viðkomandi. Gott dæmi um hið síðara er vinur minn, hann Boromír í Hringadróttinssögu. Ég verð nú að játa, að þetta stigmagnaðist allt saman hjá mér eftir því sem ég varð eldri og varð að hálfgerðu sporti á tímabili. Til að ýta mér aðeins áfram þegar ég fór út að hlaupa, þá náði ég mér í app í símann sem ber heitið ,,Zombies, run!” Svo ef þú flýttir þér ekki eða gafst ekki aðeins meira í á hlaupunum þá náðu uppvakningarnir þér, svo það var eins gott að spretta úr spori. Nóg um það, - ég gæti þulið lengi fyrir ykkur planið mitt ef slík uppvakninga árás myndi nú ske – svona getur of mikið af bíómyndaglápi farið með mann – ímyndunaraflið fer á flug. Hér kemur svo loksins listinn, vona að einhver hafi gaman af.

<strong>1. 28 days later</strong>

<strong>2. World War Z</strong>

<strong>3. Children of men</strong>

<strong>4. I am legend</strong>

<strong>5. 10 Cloverfield lane</strong>

<strong>6. Quit place</strong>

<strong>7. Zombieland 1 og 2</strong>

<strong>8. Rise of the planet of the apes</strong>

<strong>9. 28 weeks later</strong>

<strong>10. Contagion</strong>

<strong>11. Dawn of dead</strong>

<strong>12. Resident Evil (2002)</strong>

<strong>13. The Road</strong>

<strong>14. The mist</strong>

<strong>15. The Martian</strong>

<strong>16. Blindess</strong>