Arnþór 1 árs, Snapchat hélt utan um minningarnar

1 árs afmæli Arnþórs, Arnþór minn varð 1 árs þann 08.08.18 - Ég vildi gefa honum gjöf sem myndi endast, sem honum myndi þykja vænt um þegar hann yrði eldri. Þökk sé Snapchat og hversu mamman var iðin við það að vera með myndavélina á lofti og vistaði öll myndböndin sem hún sendi á ættingja og vini. Þá voru til óteljandi minningar sem var hægt að klippa saman í eitt skemmtilegt myndband sem spannaði yfir fyrsta árið hans. Ég vona að honum muni þykja jafnt vænt um þetta myndband eins og mér. Hér má sjá 1 árs myndbandið: <a href='https://www.youtube.com/watch?v...

Slæmir leigjendur / Heima gym.

Það var í byrjun sumars 2016 að hús foreldra minna í Reykjavík losnaði úr langtíma leigu. Ég var fengin til þess að sjá um húsnæðið og finna nýja leigendur þar sem ég var búsett í Reykjavík og foreldrar mínir úti á landi. Ég ætlaði að standa mig í þeim málum fyrir foreldra mína og sá mér leik á borða að skipti húsnæðinu í tvennt, leigja þannig bílskúrinn sér og íbúðarhúsnæðið sér. Þannig taldi ég mig ná góðum hagnaði og bestri nýtingu á húsnæðinu, Bílskúrinn er svo kallaður ,,drauma bílskúr braskarans” á tveimur hæðum, með gryfju og innkeyrslu fyrir tvo bíla. Í...

35 vikna meðganga

Fæðingarsaga – Þegar Arnþór kom í heiminn Hann Arnþór kom í heiminn 8. ágúst 2017, þá var ég gengin 35 vikur. Það byrjaði allt með því að ég var farin að finna fyrir verkjum sem líktust helst túrverkjum kvöldið áður, taldi ég að þetta væru bara fyrirvaraverkir og var ég ekkert að hafa neinar sérstaklegar áhyggjur af þeim. Ég var á brölti alla nóttina og skyldi ekkert í því afhverju ég væri alltaf svona blaut, skammaði sjálfan mig að ég gæti ekki lengur haldið þvagi. K.l 07:00 á þriðjudagsmorgni þann 8. ágúst fer ég á fætur og beint á klósettið. Það var ekki be...

Hver er Sæunn Tamar ?

Heil og sæl, Sæunn Tamar Ásgeirsdóttir heiti ég. Ég er 28 ára Ólafsfjarðarmær búsett í Reykjavík ásamt unnusta mínum og syni honum Arnþóri, 10 mánaða ...