Hlutverkaskipting í barneignum

Ég er femínismi. Mér þykir þar af leiðandi mjög leitt hvernig margir virðast mistúlka hvað það er að vera femínismi. Beisiklí þá snýst femínismi um að berjast fyrir jafnrétti, ekki bara fyrir réttindum kvenna, og þeir sem halda öðru fram hafa einfaldlega ekki kynnt sér nægilega vel hvað femínismi er. Sem femínismi þá vil ég að konur hafi sama rétt og karlmenn, og einnig vil ég að karlmenn hafi sama rétt og konur. Útfrá þessu langar mig að taka smá umræðu um ákveðin atriði sem fara rosalega í taugarnar á mér. Ég vona að ég sé ekki sú eina á þessari skoðun en þet...

Topp 10 uppáhalds sjónvarpsþættirnir mínir

1. Friends. Ég gæti ekki sett saman topplista yfir uppáhaldsþættina mína nema Friends tróni á toppnum. Ég hef horft á þessa þætti fram og til baka frá því ég var 18 ára gömul (fyrir þá sem vita hvað ég er gömul, þá eru það nokkuð mörg ár). Ég hlæ ennþá með bröndurunum og grenja yfir sorglegu atriðunum. Það munu aldrei neinir þættir komast nálægt Friends. Einkunn á imdb 8,8...

Af hverju ræktin?

Mér finnst svo algengt að fólk sé að tala um að koma sér af stað í ræktinni. Stundum hef ég spurt fólk: „ af hverju ætlaru að byrja í ræktinni?“ og oftast hefur fólk engin svör á reiðum höndum. Talar um að það þurfi að koma sér í form en hefur sig bara ekki af stað. En vitiði hvað? Ég hef fréttir að færa. Við þurfum ekki öll að fara í ræktina! Meikar það eitthvað sens að allir séu með sama áhugamálið? Það finnst mér a.m.k. ekki. Og mér finnst bara alls ekki meika sens að fólk sé að pína sig áfram að mæta á einhvern stað daglega til að stunda hreyfingu sem það hefu...

Tattoo

Það fór kannski ekki framhjá þeim sem fylgjast með instagramstories hjá okkur Lady stelpunum að ég fór síðasta sunnudag með vinkonu minni að fá okkur tattoo. Ég var búin að biðja mína instagram fylgjendur um meðmæli með tattoo stofum, sem gerðu lítil tattoo á góðu verði og fékk margar mjög góðar ábendingar. Flestar voru að mæla með stofu sem heitir <a href='https://www.facebook.com/valkyrietattooiceland/' target='_blank'>VALKYRIE TATTOO STUDIO</a> svo ég fór að skoða facebook síðuna þeirra og sá þá að þær bjóða uppá „walk-in“ frá kl 12 á sunnudögum, þar sem þú þar...

Drauma ferðalagið

Ég og dóttur minni hefur lengi dreymt um að taka roadtrip ferð um Ítalíu á bílaleigubíl, og höfum við ákveðið að fara í þessa ferð sumarið 2019, sem sagt næsta sumar. Þar af leiðandi erum við aðeins byrjaðar að skipuleggja ferðina. Við ætlum að taka okkur 2 vikur í ferðina og það er svo ótal margt sem okkur langar til að skoða, svo við þurfum að skipuleggja vel og velja og hafna hvað okkur langar mest að sjá. Við ætlum að fljúga til Mílan og taka svo góðan hring um landið og enda aftur í Mílan og fljúga þaðan heim. Það sem við erum alveg pottþéttar á að við æt...

Af hverju að þurrbursta?

Hversu oft hefur maður heyrt að þurrburstun sé góð fyrir húðina og geti dregið úr appelsínuhúð? Sjálf hef ég margoft heyrt þetta og ætlað að byrja á þessu, en endist svo kannski í 3 daga og þar af leiðandi get ég ekkert sagt til um hvort þetta virki fyrir mig eða ekki. Hins vegar langar mig virkilega mikið til að láta reyna á þetta og sjá hvort þetta sé satt. Ég settist niður fyrir framan tölvuna og skoðaði nánast allt sem ég fann um þurrburstun á netinu og ákvað að deila því með ykkur í leiðinni. Húðin er víst stærsta líffærið okkar og því mikilvægt að hugsa v...

Ekki flækja hlutina

Mér finnst alltof margir flækja hlutina of mikið þegar kemur að því að vilja taka sig á í mataræðinu eða æfingum. Mitt ráð til allra sem eru í þessum hugleiðingum er einfaldlega þetta: "Ekki vera að flækja þetta svona mikið". Þú þarft ekki að hætta að borða sykur, mjólkurvörur né hveiti. Þú þarft ekki að mæta í ræktina 6 daga vikunnar og lyfta lóðum eða hlaupa. Þú þarft ekki að gera neitt sem þú vilt ekki gera. Ég heyri svo marga þjálfara predika yfir fólki að þetta EIGI að vera erfitt, að þú bara VERÐIR samt að gera þetta, sixpakkinn eða kúlurassinn kemur jú ekki...

Nýr kafli

Á föstudaginn síðasta vann ég minn síðasta vinnudag hjá Lindex. Ég var búin að vinna þar í ár og hætti alls ekki í neinum leiðindum við einn né neinn. Ég elskaði að vinna í litlu Lindex búðinni okkar á Akranesi, en aðstæður voru orðnar þannig að við vorum of margar að vinna þar miðað við áætluð stöðugildi á verslunina. Þar af leiðandi var ég mikið að vinna í Reykjavík, bæði á skrifstofunni og í versluninni í Smáralind, til að ná að vinna uppí 100% starf. Ég var ekki nógu ánægð með þetta fyrirkomulag, þar sem mig langaði bara að fá að vinna í mínum heimabæ, svo ég ...