Maður er aldrei of gamall til að láta drauma sína rætast

Ert þú týpan sem býrð til markmiða og „to do“ lista um hver áramót um hluti sem þig langar til að gera, en svo verður ekkert eða lítið úr þeim? Ég var lengi þessi týpa og það hafa nokkur atriði verið á mínum lista í mörg ár og ég ekki gert neitt til að vinna að þeim, eða a.m.k. ekkert að ráði. En núna í ár er ég búin að vera ótrúlega dugleg að gera þá hluti sem mig hefur lengi langað til að gera. Kannski hefur aldurinn eitthvað með þetta að gera, ég veit það ekki. Maður yngist allavega ekki neitt. Ég get ekki talið í hversu mörg ár ég hef sett á markmiðalista ...

Af hverju viltu missa þessi kíló?

Sem fyrrverandi einkaþjálfari og fitnesskeppandi fæ ég reglulega spurningar varðandi þjálfun og mataræði. Ein algengasta spurningin sem ég fæ er: „ég þarf að léttast um x mörg kíló, hvað á ég að gera?“ Það sem ég er farin að gera er að svara þessari spurningu með annarri spurningu, og hún er: „Af hverju viltu missa þessi kíló? Hvað mun breytast hjá þér við að missa þau?“. Oftast er lítið um svör, eða þá að svörin séu eitthvað um að einu sinni var hún svona mörg kíló og þá leið henni svo vel, eða að það sé bara flottara og skemmtilegra að vera grennri, lífið verði ...

Játning - Rósa

Ég sagði ykkur frá því í síðustu færslu að ég hefði keppt í módelfitness í nokkur ár. Það tímabil er sennilega það tímabil ævi minnar sem ég sé hvað mest eftir. En samt sem áður, sé ég alls ekki eftir því, þar sem ég lærði svo ótrúlega margt, svona eftirá. En í þessari færslu ætla ég að opna mig algjörlega, með hluti sem ég hef ekki sagt frá áður. Margir sem þekkja mig munu lesa hér hluti sem þeir vissu ekki af. Ég hef alltaf verið snillingur í að fela tilfinningar mínar, og þá sérstaklega þegar mér líður illa. Stundum er einhvern veginn auðveldara að tjá sig í ri...

10 staðreyndir um mig - Rósa

Þar sem ég er ný hérna á Lady.is blogginu langaði mig til leyfa ykkur að kynnast mér aðeins betur, og skrifa því annað kynningablogg, en samt með öðruvísi hætti, þannig að þið getið kynnst mér á annan hátt. Því ákvað ég að setja upp lista um 10 hluti sem fáir vita um mig. 1. Ég er raunverulega ljóshærð. Ég byrjaði að lita hárið mitt dökkt um 25 ára aldurinn því minn litur var aðeins farin að dökkna og var orðinn þessi típíski Íslendinga músalitur og ég gafst upp á að halda því ljósu. 2. Ég á 5 bræður, en enga systur. 3. Ég stofnaði mína fyrstu bloggsíðu...

Hver er Rósa?

Ég heiti Rósa Soffía og er 37 ára gömul, sem gerir mig að aldursforsetanum hérna á Lady.is blogginu, og jafnvel bara í bloggheiminum yfir höfuð kannski? Ég er búsett á Akranesi ásamt dóttur minni; Elínu Mist, sem er 16, að verða 17. ára. Ég er með BS gráðu í Viðskiptafræði og er einnig menntaður ÍAK einkaþjálfari, en í fyrra tók ég þá ákvörðun að skipta algjörlega um starfsvettvang og í dag starfa ég sem aðstoðarverslunarstjóri og deildarstjóri dömudeildar í Lindex versluninni á Akranesi. Mín áhugamál eru m.a. Cross Fit, ferðalög og tíska og munu bloggfærslur ...