Sun Oct 09 2016

Nýjar vörur hjá Minimo.is

Jórunn María

*Inniskóna fékk ég sem gjöf en leggings keypti ég sjálf* <a href='http://www.minimo.is' target='_blank'>Minimo.is</a> er uppáhalds netverslunin mín þessa dagana. Ég elska að geta fengið fallegar og vandaðar vörur á virkilega góðu verði. Dóttir mín byrjaði að labba fyrir ca tveimur mánuðum og hefur verið frekar völt. Það hefur því reynst erfitt að finna inniskó sem styðja vel við hana. Við höfum prófað bæði mokkasíur og sokka inniskó en það virðist ekki virka. Því varð ég virkilega glöð að sjá þessa glæsilegu inniskó hjá <a href='http://www.minimo.is' target='_blank'>Minimo.is</a>. Þeir eru frá merkinu Pom Pom og þeir eru til gráir með silfur doppum og bleikir með gylltum doppum. Ég fékk mér þessa gráu og þeir eru ÆÐI. Botninn er mjúkur en styður samt vel við þar sem hann er stamur. Mér finnst allt annað að sjá hana labba í þessum skóm heldur en mokkasíum. Svo skemmir ekki fyrir hvað þeir eru fallegir <3.

Þetta leggings keypti ég hjá <a href='http://www.minimo.is' target='_blank'>Minimo.is</a> líka. Ég elska merkið lucky no 7 og þessar leggings eru frá því merki. Þær eru með stroffi að neðan og teygjanlegar svo það er gott fyrir barnið að hreyfa sig í þeim. Þessar leggings eru á mjög góðu verði, aðeins 2990. Mér finnst <a href='http://www.minimo.is' target='_blank'>Minimo.is</a> vera ein af ódýrustu netverslunum á Íslandi í dag. Þessar vörur eru mjög vandaðar, fallegar og ódýrar. Ég mæli eindregið með að skoða heimasíðuna þeirra. Þar er hægt að finna mikið af vörum fyrir barnið, skírnargjafir, sængurgjafir og margt fleira.

Þetta mjúka sett er frá Minipop. Það er efst á óskalistanum mínum núna. Samfellan kostar 3290 kr og buxurnar kosta 2990. Þið getið fylgst með <a href='http://www.minimo.is' target='_blank'>Minimo.is</a> á Facebook <a href='https://www.facebook.com/minimoisland/' target='_blank'>hér</a> -Jórunn María Sally Gestsdóttir