Sat Sep 01 2018

Fallegar vörur í barnaherbergið

Jórunn María

*Þessi færsla er unnin í samstarfi við Húsgagnaheimilið og fékk ég hilluna að gjöf* Þegar við fluttum í okkar eigið húsnæði var ég mjög spennt að gera barnaherbergið. <a href='http://www.husgogn.is' target='_blank'>Húsgagnaheimilið</a> hefur lengi verið í uppáhaldi hjá mér. Vöruúrvalið hjá þeim er æðislegt og það er hægt að finna allskonar vörur fyrir börnin. Ég kíkti til þeirra á dögunum og nældi mér í bleika Flexa play hillu undir Kids Concept dótið sem við keyptum handa Sögu í afmælisgjöf. Mér finnst hún fullkomna herbergið og dótið í henni er svo litríkt og fallegt. Ég var búin að pæla lengi í því hvernig ég ætti að geyma dótið og fannst mér þetta besta lausnin. Hillan er fáanleg í hvítum, bleikum, gulum og grænum lit, þær kosta 16.900 kr.

Ég er svo ánægð með þessa hillu og hún passar svo vel í herbergið hennar Sögu. Það er hægt að setja svo mikið fallegt í þessa hillu. Við mæðgur höfum lengi verið skotnar í Kids Concept vörumerkinu, enda er það litríkt og fallegt og Sögu finnst svo gaman að leika með dótið.

Ég gæti eytt mörgum klukkutímum í Húsgagnaheimilinu. Sjáið hvað þetta er krúttlegt. Ef ykkur vantar hugmyndir fyrir skírnargjafir, afmælisgjafir, sængurgjafir og fleira mæli ég með að kíkja á vefsíðuna hjá <a href='http://www.husgogn.is' target='_blank'>Húsgagnaheimilinu</a> og að sjálfsögðu kíkja í verslunina sem er staðsett í Fossaleyni 2. Sjón er sögunni ríkari. Það sem er svo næst á óskalistanum er Flexa play borðið og stólarnir sem eru í sama lit og hillan. Mér finnst vanta eitthvað í miðjuna á herberginu og ég held að borðið og stólarnir munu koma rosalega vel út í herbergið.

Mæli með að gera sér ferð í Húsgagnaheimilið eða versla heimanfrá sem er náttúrulega enn betra. Hillan fæst <a href='http://www.husgogn.is/is/barnaherbergi/fatahengi-snagar/flexa-play-hilla-1-vorulysing' target='_blank'>hér</a>. Hlakka til að sýna ykkur meira úr barnaherberginu. Endilega fylgdu mér á Instagram <a href='http://www.instagram.com/jorunngests' target='_blank'>HÉR.</a> Þangað til næst. -Jórunn María Sally