Hagsýn jólainnkaup

*Þessi færsla er ekki kostuð* Er nokkuð of snemmt að huga að jólunum? Ég kláraði næstum allar jólagjafir þegar það var kauphlaup í Smáralind og kringlukast í Kringlunni. Það er hægt að gera svo góð kaup þegar það eru afslættir og oftast ekkert mál að fá jólaskiptimiða þegar styttist í jólin. Þegar það eru afslættir spennist ég öll upp því ég er svo mikil afsláttar drottning. Það eru nokkrar verslanir sem eru með afslætti og mér langar að segja ykkur frá þeim, tilvalið að græja jólagjafirnar á góðum tíma. <strong>24 Iceland</strong> ...

Saga Ísabella 3 ára

Saga Ísabella varð þriggja ára þann 27.ágúst síðastliðinn. Við héldum veislu í tilefni dagsins og heppnaðist hún rosalega vel. Mamma mín sá um bakstur og brauðtertur ( ég hjálpaði smá til) og tengdamamma gerði heitu réttina. Við vorum með heita rétti, brauðtertur, afmælisköku, rice krispís treat, ostasalat, döðluköku og margt fleira. Þemað var ís. Við keyptum 1,5 líter af ís í Costco og vorum með ísbar. Ég sá svo sæt ísglös í Söstrene Gröne og setti nammi í þau. Ég keypti brauðform í Hagkaup og við settum smjörkrem á brauðformin, svo lakkrískurl og smartísmu...

Falleg hilla fyrir smáhlutina

*Þessi færsla er unnin í samstarfi við <a href='http://www.minimo.is' target='_blank'>MINIMO</a> og fékk ég hilluna að gjöf* Ég hef lengi verið í vandræðum með hvað ég á að gera við smáhlutina hennar Sögu svo þeir fái að njóta sín betur. Hún á til dæmis mikið af dýrum frá Schleich og fannst mér tilvalið að raða þeim fallega í hilluna. Ég setti einnig íslampann hennar og bangsa í hilluna því mér fannst það svo krúttlegt....

Prjónuð kúlupeysa

Þegar ég kveiki á sjónvarpinu á kvöldin þá verð ég að hafa eitthvað í höndunum. Ég prjóna rosalega mikið og langar mig til að sýna ykkur peysu sem ég prjónaði og er í miklu uppáhaldi. Ég á reyndar eftir að festa tölur á og hafði ég hugsað mér að setja fallega leðurhnappa. Þessi uppskrift heitir Dotted LOVE jakke og er frá Tiddelibom. Það eru margar fallegar uppskriftir frá Tiddelibom sem mig langar til að prjóna en þessa peysu prjónaði ég fyrir svolitlu síðan. Hún er mjög auðveld og er frekar þykk. Uppskriftin kemur í stærðum 6 mánaða til 6 ára. Garnið sem ...

Fallegar vörur í barnaherbergið

*Þessi færsla er unnin í samstarfi við Húsgagnaheimilið og fékk ég hilluna að gjöf* Þegar við fluttum í okkar eigið húsnæði var ég mjög spennt að gera barnaherbergið. <a href='http://www.husgogn.is' target='_blank'>Húsgagnaheimilið</a> hefur lengi verið í uppáhaldi hjá mér. Vöruúrvalið hjá þeim er æðislegt og það er hægt að finna allskonar vörur fyrir börnin. Ég kíkti til þeirra á dögunum og nældi mér í bleika Flexa play hillu undir Kids Concept dótið sem við keyptum handa Sögu í afmælisgjöf. Mér finnst hún fullkomna herbergið og dótið í henni er svo litrík...

Matseðill vikunnar 28.- 2. september

Þessa vikuna ætla ég að nota það sem er til heima. Því ætla ég ekki að eyða neinu í búð, nema á sunnudeginum. Þá ætlum við að borða í Ikea sem kostar sirka 2500 fyrir okkur þrjú. Vikan er rosalega einföld því það er mikið að gera hjá okkur. <strong>Mánudagur</strong> Amma og afi buðu í pizzaparty. <strong>Þriðjudagur</strong> Afgangspizza. <strong>Miðvikudagur</strong> Kjötsúpa <strong>Fimmtudagur</strong> Heimatilbúnir kjúklinganaggar með frönskum. <strong>Föstudagur</strong> Nautakjötssamloka með bernaise og salati. <strong>Laugardagur...

Matseðill vikunnar 19.-26.ágúst

Matseðill vikunnar er mjög einfaldur. Ég á smá af kjöti og kjúkling í frysti og ætla að nýta það. Mér finnst mjög sniðugt að kaupa kjöt í Bónus sem er komið á dagsetningu og er á lækkuðu verði. Ég versla alltaf í Bónus Kauptúni og áður en þú kemur að kælinum þar, þá er oft hægt að finna kjöt í frystinum sem er komið á dagsetningu. Til þess að spara sem mest geri ég alltaf vikuseðil og fer með innkaupalista í búðina. Þessi vika kostaði mig <strong>13.054 krónur</strong> og ég tek það fram að ég á kjöt í frystinum og þess vegna er það ekki á kvittun. Þetta er ...

Ljúffengur jarðaberja shake

Hver elskar ekki einfaldan og góðan shake? Ég fæ mér þennan oft í morgunmat eða millimál, hann er svo ljúffengur. Ég elska allt sem er einfalt og þessi er súper einfaldur. Hér kemur uppskrift: <ul><li>Jarðaber (fersk eða frosin)</li><li>klakar</li><li>Vanillumjólk</li><li>Banani</li></ul> Ég er ekki með nein sérstök hlutföll. Ég sirka þetta bara í Nutribullet og smakka shakeinn svo til. Verði ykkur að góðu. ...