10 hlutir sem þú vissir (mögulega) ekki um mig

1. Þegar ég var lítil átti ég kanínubangsa sem ég kallaði Gúrí og var ég lengi kölluð því nafni af fjölskyldu minni eftir það. Nánasta fjölskylda og vinir kalla mig enn þann dag í dag stundum Gúrí. 2. Ég var í hljómsveit með tveim bestu vinkonum mínum þegar ég var í grunnskóla, við sömdum okkar eigin lög og héldum tónleika fyrir vini okkar. 3. Þegar ég var um 14 ára ákvað ég að ég vildi verða flugfreyja þegar ég yrði "stór". Það er ennþá eitthvað sem ég væri til í að gera en hef ekki enn gert það vegna mikillar flughræðslu. 4. Ég er mjög sérstök þegar ...

Hugmyndir að veislumat

Móðir mín og maðurinn hennar giftu sig í ágúst síðastliðnum. Þau voru með smá veislu heima hjá sér og buðu nánustu fjölskyldu og vinum. Þetta var standandi veisla og buðu þau upp á fingramat. Maturinn var að sjálfsögðu upp á tíu og ætla ég að deila með ykkur hvað var á boðstólnum....

Outfits - part I

Stórt skref út fyrir þægindarammann, en mig hefur lengi langað að gera svona outfit færslur. Ég gerði litla könnun á Instagram story hjá okkur Lady og spurði hvort það væri áhugi fyrir þannig færslum og voru viðbrögðin heldur betur góð. Ég ætla því að kýla á þetta loksins og koma með outfit færslur inn á milli. Mér finnst sjálfri mjög gaman að skoða svona færslur hjá öðrum. Ég er alls ekki alltaf í glænýjum fötum og í þessum færslum mun ég nota bæði ný föt og eldri. Svarta skyrtan sem ég er til dæmis í hér að neðan keypti ég fyrir einu og hálfu ári síðan, elska...

Brúðkaupsundirbúningur hafinn

Brúðkaupið okkar Óla verður 16. júní á næsta ári. Við bókuðum gullfallegan garð fyrir stóra daginn þegar við vorum hérna í Barcelona síðastliðinn maí. Garðurinn er draumi líkast! Í honum er hús sem var byggt árið 1779 en húsið er að mestu leiti upprunalegt. Brúðkaupið mun vera þannig að athöfnin verður í garðinum, að henni lokinni verður fordrykkur fyrir framan húsið og maturinn verður líklegast úti líka. Við höfum möguleika á að hafa matinn úti eða inni. Við erum miklu spenntari fyrir því að hafa matinn úti og stefnum við á það. Ef það vill svo til að það verður ...

Af hverju borða ég greip

Kostir þess að borða greip eru heldur betur margir. Fyrir nokkrum árum var ég mjög samviskusöm með mataræðið og borðið hálft greip á morgnanna í um tvö ár. Ég sá mikinn mun á maganum á mér en hann var ekki eins "bólginn" og hann var alltaf. Ég sótti síður í sætan mat og leið mjög vel. Mér finnst greip líka bara mjög gott og ferskt. Þegar ég flutti út tók ég aftur upp á því að borða greip á morgnanna og finn ég hvað það er að gera mér gott. Hér koma nokkrir fræðslupunktar um greip:...

Gleraugun sett upp aftur

Ég fékk fyrst gleraugu þegar ég var í grunnskóla. Byrjaði mjög sakleysislega í 0,5 en versnaði með árunum. Þegar ég var um tvítugt var ég komin í -2,5. Árið 2012 fór ég í laser, mér fannst það snilldar hugmynd enda notaði ég linsur mjög mikið. Aðgerðin gekk vel og var ég ótrúlega ánægð að vera laus við gleraugun, fannst það mikið frelsi. Sjónin var mjög góð í nokkur ár en undanfarna mánuði hefur mér fundist sjónin vera að versna aftur. Ég fór uppí Optical Studio í sjónmælingu (frítt fyrir alla að fara í mælingu!) og þar sá ég það svart á hvítu, sjónin mín var ...

New in | Hálsmen

Ég keypti þetta fallega hálsmen síðustu helgi hérna í Barcelona. La Mercé hátíðin var síðustu helgi og var mikið um að vera um alla borg. Við ströndina þar sem við búum í Poblenou voru fullt af tjöldum þar sem að fólk og fyrirtæki komu til að selja vörurnar sínar... og mat! Skartgripafyrirtækið Lacuna var með bás og dróst ég strax að honum. Skartið er einfalt og ofboðslega fallegt - Minimalism with a twist eins og þau segja....

Vara combo

Mig langar að deila með ykkur varalitnum og varablýantinum sem ég er búin að vera nota mjög mikið síðustu vikur. Ég keypti þetta í Sephora hérna í Barcelona þegar við fluttum út. Vörurnar eru frá merkinu Make Up For Ever. Varaliturinn heitir Artist Rouge Creme í litnum C105 (Grege Beige). Varablýanturinn heitir Artist Color Pencil í litnum 606 (Wherever Walnut)....