Tilfinningar

Ég hef verið að fylgjast með henni Sonju Ósk hjá <a href='https://www.facebook.com/hollarhugsanir/' target='_blank'>Hollum hugsunum</a> á Facebook í svolítinn tíma. Mér finnst það sem hún er að gera og pæla í mjög áhugavert. Hún birti youtube myndband á síðunni sinni fyrir nokkrum dögum sem ég tengdi mikið við en það myndband er um tilfinningar. Þegar ég horfði á myndbandið þá hugsaði sérstaklega um tíma hjá mér fyrir nokkrum árum þegar ég átti mjög erfitt andlega og mikið um að vera hjá mér, hvað ég var með mikið af tilfinningum en reyndi alltaf að ýta þeim til h...

Ennisband og hálsskjól á börnin

Elsku tengdamamma mín hún Elín prjónaði þetta hálsskjól og ennisband handa ömmustelpunni sinni Ágústu Erlu um jólin. Ég er mjög hrifin af prjónuðum flíkum og fylgihlutum og finnst mér þetta sett mjög fallegt. Tengdó notaði fína merino ull og valdi þennan fallega fjólubláa lit sem passar einstaklega vel við stelpuna mína. Uppskriftina að þessu má finna í bókinni "Ljúflingar - prjónað á smáa og stóra."...

Brúðarkjólamátun - mín reynsla

Ég keypti mér brúðarkjól í síðustu viku hérna í Barcelona. Ég byrjaði að skoða brúðarkjóla strax eftir að við trúlofuðum okkur fyrir sirka ári síðan. Ég skoðaði mikið á Pinterest en það er hægt að skoða endalaust þar af kjólum... og líka bara öllu sem viðkemur brúðkaupum. Þegar við fluttum hingað út þá fór ég að googla hvaða búðir væru í boði sem selja brúðarkjóla. Það er til slatti af búðum en getur verið mjög ólíkur stíll milli þeirra. Þess vegna er gott að vera búinn að hugsa sirka hvernig kjól maður vill vera í eða hvernig kjóla maður vill prófa. Ég sá strax h...

Tossa de Mar - Costa Brava

Við fjölskyldan skelltum okkur í smá ferðalag um daginn til Tossa de Mar. Við fórum á sunnudegi og vorum í þrjá daga. Við vorum í sirka klukkutíma og korter að keyra þangað. Ég var búin að skoða mikið á netinu hvaða staði væri gaman að heimsækja sem eru ekki langt frá Barcelona. Nokkrir staðir komu til greina en Tossa de Mar greip okkur strax. Það er gamalt sjómanna þorp með mikilvægan sögulegan bakgrunn. Það sem samt heillaði okkur strax var gamli kastalinn. ...

Outfits - part IIII

Einfalt og þægilegt dress frá því að við vorum á Tossa de Mar síðustu helgi. Mæli mikið með þeim stað en ég ætla að koma með færslu um ferðina á næstu dögum, ótrúlega fallegur staður. ...

Uppáhalds bíómyndirnar mínar

Ætla að deila með ykkur nokkrum af mínum uppáhalds bíómyndum. Þessi listi er alls ekki tæmandi, er pottþétt að gleyma einhverri mynd sem er ofarlega hjá mér. En hér koma nokkrar:...

Hvað leynist í veskinu?

Þegar ég var lítil fannst mér alltaf svo gaman að skoða hvað væri í veskinu hennar mömmu. Hún var reyndar oft með stærri veski en þetta og því ansi mikið skemmtilegt sem komst ofaní, fannst eins og ég væri að skoða ofaní fjársjóðskistu. Þetta erfist greinilega í kvenlegg því dóttir mín elskar að skoða hvað er í veskinu mínu. Þetta er það sem ég er oftast með í veskinu en inn á milli leynist eitthvað meira með, fer líka eftir því hvert maður er að fara eða hvað maður er að fara gera. Innihaldið endurspeglar manneskjuna á einhvern hátt - er það ekki?...

Fyrstu mánuðirnir í Barcelona

Nú höfum við fjölskyldan búið í Barcelona í rúma fimm mánuði. Við erum að leiga íbúð í Poblenou hverfinu en fyrst þegar við komum vorum við í hverfi sem heitir Gracia. Áður en við fluttum út vorum við búin að gera mikla rannsóknarvinnu um hvar við myndum vilja búa í Barcelona en borgin skiptist upp í nokkur hverfi. Eftir heimsóknina okkar í maí vorum við mjög hrifin af Poblenou en við vorum búin að heyra mjög flotta hluti um Gracia líka. Allt sumarið mitt fór í það að finna leikskóla fyrir Ágústu Erlu. Við vorum að stefna á Poblenou en mjög margir íslendingar mælt...