ASOS skó óskalisti II

Ég var aðeins að skoða skóna inná ASOS og áður en ég vissi af var ég komin með nokkra í körfuna hjá mér. Mikið af flottum skóm þar núna. Mér datt þá í hug að gera annan ASOS skó óskalista en ég hef gert það einu sinni áður <a href='http://lady.is/articles/gudrun/article/asosskooskalisti' target='_blank'>hér.</a> Hér er nýr listi: ...

Jólafríið í myndum

Heil og sæl öllsömul og gleðilegt nýtt ár. Ég hef ekki sett inn færslu síðan í byrjun desember en ég ákvað að taka mér smá frí. Ég hef aldrei gert það síðan ég byrjaði að blogga en það er nauðsynlegt stundum að kúpla sig út. Við fjölskyldan fórum til Íslands í jólafrí þann 21. desember og komum við út aftur til Barcelona í gær, 12. janúar. Við áttum yndislegt frí og gerðum ekkert smá mikið á þessum þremur vikum. Við fórum í endalaust af jólaboðum, fórum í brúðkaup, partý og hittum vini og fjölskyldur. Það var heldur þétt dagskrá hjá okkur á tímabili en auðvitað ba...

Bíómyndir fyrir alla fjölskylduna

Nú er desember genginn í garð og flestir á fullu að undirbúa jólin. Þetta er fyrsta skiptið í ár sem ég er ekki í skóla og að læra eins og brjálæðingur fyrir lokaverkefni og lokapróf. Desember verður mjög kósý hjá okkur fjölskyldunni. Við förum til Íslands yfir jólin og ætlum við því ekki að skreyta mikið hérna úti. Við erum búin að kaupa einn lítinn jólasvein, eina litla jólaþorps-styttu með ljósum og svo ætlum við að setja eina seríu í stofugluggann. Flestar jólagjafirnar eru komnar þannig að það verður ekkert stress á þeim. Við ætlum að vera dugleg að föndra og...

Outfits - part II

Þá er komið að hluta 2 af outfit-færslunum. Að þessu sinni eru það tvö casual look og þriðja er meira fancy, en ég keypti kápuna fyrir meira en ári - er heldur betur að "trenda" núna. <em>Outfit nr. 1</em>...

Brúðarkjóla pælingar

Ég er búin að vera skoða mikið af brúðarkjólum á netinu. Ég ætla ekki að kaupa kjólinn strax en ég vil vera búin að gera mína heimavinnu, finna út hvað ég vil, hvernig snið, hvernig stíl og finna búðir hérna í Barcelona sem selja brúðarkjóla. Ég er búin að finna nokkrar búðir hérna sem ég vil kíkja á og ætla ég fljótlega að gera það, sjá hvað er í boði í hverri búð og á hvaða verði. Þeir kjólar sem ég er búin að vera skoða og dregst að eru freeeekar dýrir, alveg týpískt fyrir mig. Það má samt alveg skoða - er það ekki? Ég ætla að sýna ykkur nokkra kjóla frá ótrúle...

10 hlutir sem þú vissir (mögulega) ekki um mig

1. Þegar ég var lítil átti ég kanínubangsa sem ég kallaði Gúrí og var ég lengi kölluð því nafni af fjölskyldu minni eftir það. Nánasta fjölskylda og vinir kalla mig enn þann dag í dag stundum Gúrí. 2. Ég var í hljómsveit með tveim bestu vinkonum mínum þegar ég var í grunnskóla, við sömdum okkar eigin lög og héldum tónleika fyrir vini okkar. 3. Þegar ég var um 14 ára ákvað ég að ég vildi verða flugfreyja þegar ég yrði "stór". Það er ennþá eitthvað sem ég væri til í að gera en hef ekki enn gert það vegna mikillar flughræðslu. 4. Ég er mjög sérstök þegar ...

Hugmyndir að veislumat

Móðir mín og maðurinn hennar giftu sig í ágúst síðastliðnum. Þau voru með smá veislu heima hjá sér og buðu nánustu fjölskyldu og vinum. Þetta var standandi veisla og buðu þau upp á fingramat. Maturinn var að sjálfsögðu upp á tíu og ætla ég að deila með ykkur hvað var á boðstólnum....

Outfits - part I

Stórt skref út fyrir þægindarammann, en mig hefur lengi langað að gera svona outfit færslur. Ég gerði litla könnun á Instagram story hjá okkur Lady og spurði hvort það væri áhugi fyrir þannig færslum og voru viðbrögðin heldur betur góð. Ég ætla því að kýla á þetta loksins og koma með outfit færslur inn á milli. Mér finnst sjálfri mjög gaman að skoða svona færslur hjá öðrum. Ég er alls ekki alltaf í glænýjum fötum og í þessum færslum mun ég nota bæði ný föt og eldri. Svarta skyrtan sem ég er til dæmis í hér að neðan keypti ég fyrir einu og hálfu ári síðan, elska...