Að byrja upp á nýtt

Ég skrifaði þessa færslu fyrst í janúar 2018 þegar ég ætlaði sko að taka árið með trompi! Ég byrjaði svo á námskeiði hjá Wowair og fór svo að vinna hjá þeim og missti alla hvatningu og getu til þess að fara á æfingu. Er ennþá að reyna að koma mataræðinu, svefninum og að púsla saman fjölskyldulífinu eftir að hafa byrjað. Ég er að reyna að bæta ræktinni við og það gengur ágætlega, en er þó bara nýbyrjuð. Var svo ótrúlega hörð við sjálfa mig og barði mig svaka niður fyrir að "nenna" aldrei á æfingu, fannst ég vera löt því ég svaf bara í fríum en það tekur ótrúle...

Hvað er hægt að gera í sumar?

Ég er mikið búin að vera að spá í því hvað við fjölskyldan getum gert í sumar, þar sem ég er að vinna í allt sumar langar mig að nýta tímann sem ég hef í frí með Hlyn Loga og Jóni Andra :) Ég skrifaði niður nokkrar hugmyndir sem ég fann á netinu og datt mér í hug að deila þeim með ykkur. <ul><li>Sumarbústaður</li><li>Friðheimar</li><li>Útilega</li><li>Slakki</li><li>Húsdýra- og fjölskyldugarðurinn</li><li>Fjöruferð</li><li>Prófa nýjar sundlaugar</li><li>Kíkja á nýja leikskóla</li><li>Fara í lautarferð</li><li>Nauthólsvík</li><li>Dagsferð í Viðey</li><li>Hest...

Dagsferð til Pittsburgh

Þar sem ég er farin að fljúga með Wowair þá er ég farin að heimsækja staði sem ég hef aldrei komið á áður. Ég fór til Pittsburgh í síðustu viku í tveggja nátta stopp. Ég viðurkenni fúslega að ég vissi ekkert um þennan stað og þurfti að kynna mér hann betur. Pittsburgh er þekkt fyrir frábæra veitingastaði og svo fengum við fáránlega gott veður, 34°c báða dagana. Við lentum rétt um 6 leytið og fórum upp á hótel herbergi og skiptum um föt og byrjuðum á því að fara að rölta aðeins um og fórum svo á geggjaðan taco stað, sem heitir <a href='http://takopgh.com/' tar...

Förðun fyrir flug

<em>Vil byrja á því að taka það fram að ég er hvorki snyrti- né förðunarfræðingur og er þessi færsla einungis byggð á reynslu og ráðum. Ég keypti allar vörurnar sjálf.</em> Ég byrjaði að vinna sem flugfreyja hjá Wowair fyrir stuttu síðan og eitt af því sem ég spáði mikið í var förðunin mín, ekki endilega til þess að lýta óaðfinnanlega út heldur til þess að vernda húðina og ná að halda förðuninni allt flugið. Eftir smá rannsóknarvinnu og hjálp frá góðum vinkonum sem vita meira um þetta en ég þá er ég búin að koma mér upp góðri förðunar rútínu sem hefur vir...

Eftir hverju erum við að bíða?

Það eru svo ótrúlega margir, þar á meðal ég, sem eru stöðugt að bíða eftir einhverju. Bíða eftir að eitthvað gerist og þá getur maður byrjað að lifa lífinu sem maður vill lifa og vera hamingjusamur. Ég læt mig oft dreyma (lesist: mjög oft!) um það sem mig langar í, það sem mig langar að gera og hvernig manneskja ég vil vera. Það er svo sem ekkert að því að láta sig dreyma en ég á það til að gleyma mér í draumunum og gleyma að lifa því lífi sem ég á. Hljómar hádramatískt ég veit en svona er það bara. Ég er stöðugt að bíða eftir að eitthvað gerist og þá get ég ve...

Ferðavörur fyrir börn

Þar sem að við fjölskyldan erum að fara til Flórída þá fór ég í samstarf við <a href='http://www.hjal.is' target='_blank'>Hjal.is</a>, það er netverslun sem selur ýmsar sniðugar barnavörur og ég hef keypt ótrúlega margt sniðugt hjá þeim. Ég fékk ráðleggingar um hvað myndi koma sér vel úti og fengum við svo vörur að gjöf sem ég er mjög spennt fyrir því að nota. Mig langaði að deila þessum lista með ykkur og vona að þetta komi ykkur að góðum notum. Þetta eru bæði vörur sem við fengum og einnig vörur sem ég hef sjálf keypt....

10 hlutir sem þú vissir (mögulega) ekki um mig

1. Ég hef aldrei verið mikið fyrir íþróttir, sérstaklega bolta íþróttir en ég elska hinsvegar Crossfit (það hefur þó mögulega ekki farið framhjá neinum) 2. Ég elskaði allt tengt rappi í grunnskóla og uppáhalds fatabúðin mín var Exodus (if you know, you know) 3. Ég er með mikið blæti fyrir skipulagi og get eytt alltof miklum tíma í allt tengt skipulagi 4. Í grunnskóla þá klippti ég á mig mjög (lesist: MJÖÖÖÖG) stuttan topp – Það var hræðilegt! 5. Ég er fáránlega andfúl á morgnana og almennt bara mjög mygluð 6. Ég hef notað gleraugu síðan í 7unda bekk...

Uppáhalds kjúklingaréttirnir mínir

Við borðum mjög mikið af kjúkling á mínu heimili. Okkur finnst hann bæði góður og svo er hann svo einfaldur í matargerð, ekki skemmir fyrir að hann sé hollur líka. Við erum með nokkrar uppskriftir sem við notum hvað mest, flestar uppskriftir finn ég á netinu, bæði matreiðslusíðum og Pinterest. Ég fer stundum ekki alltaf 100% eftir uppskriftinni, oft eigum við ekki eitthvað til eða ég breyti einhverju eða bæti við. <ins>Hér eru nokkrar af okkar uppáhalds:</ins> <strong>Pestó kjúklingur</strong> 4-5 kjúklingabringur (bæði hægt að nota meira og minna) 4 stk...