Ofnbakað grasker

Mig langaði að deila með ykkur einfaldri leið til þess að mauka grasker (sama má gera með sætar karteflur). Þegar ég gerði grasker fyrir Hlyn Loga í fyrsta sinn þá prófaði ég að afhýða það og gufusjóða (eins og ég geri með allt annað), það gekk ekkert alltof vel :) Vinkona mín benti mér þá á að setja graskerið (og sætu karteflurnar) inní ofn og mauka það svo. Það er sjúklega einfalt og mun minna vesen en að gufusjóða....

Að byrja að borða

Hlynur Logi byrjaði að borða rúmlega 4 mánaða. Við fórum með hann til læknis útaf bakflæðinu hans, hann var að sofa svo illa á nóttunni og ráðlagði læknirinn okkur að prófa að gefa honum smá graut og sjá hvort það myndi hjálpa. Við keyptum graut fyrir hann og ég blandaði hann í þurrmjólk og fékk hann bara nokkrar teskeiðar í byrjun. Við byrjuðum að gefa honum í hádeginu, því ef grauturinn hefði farið illa í hann og hann hefði fengið hann fyrir nóttina hefði það getað truflað svefninn hans. Ég ákvað svo fyrir löngu að mig langaði að prófa að mauka sjálf. Ég...

Smoothie skál

Ég prófaði í kvöld að búa til svona smoothie skál í fyrsta sinn. Fengum okkur vel að borða um fjögur leytið þannig okkur langaði bara í eitthvað létt í kvöldmat. Ég stakk upp á að hafa boost en langaði að gera eitthvað smá meira. Sá á Pinterest allskonar hugmyndir og allt ótrúlega girnilegt. Ég gerði tvær tegundir, eina fyrir mig og eina fyrir Jón. <ins>Hér eru uppskriftirnar:</ins> <strong>Súkkulaði smoothie</strong> Lítil dolla af súkkulaði skyr.is Skvetta af möndlumjólk Msk af hnetusmjöri Heill banani Tsk kakó Toppað með súkkulaðispæni og banan...

Ný íþróttaföt

Ég veit fátt meira hvetjandi en að kaupa mér ný íþróttaföt fyrir ræktina! Maður verður eitthvað svo ótrúlega peppaður að mæta á æfingu þegar maður er í nýjum fötum. Hún Lína Birgitta hjá Define the Line Sport hannaði ótrúlega flotta línu af íþróttafötum og mig er lengi búið að langa í marmara settið hjá henni. Fötin eru einstaklega vel gerð, ótrúlega mjúk og þægileg. Buxurnar eru háar í mittið og eru með þykka teygju efst sem er mjög gott til að veita smá aðhald um mömmumagann. Íþróttahaldarinn heldur mjög vel að, er úr þykku efni með púðum sem hægt er að ta...

"Var svo góð í að setja upp grímuna"

Ég er búin að byrja á þessari grein alltof oft og hún er búin að vera opin í tölvunni lengi. Ég á nefnilega mjög erfitt með að fara aftur á þennan stað sem ég var á og hugsa um hvernig mér leið á þessum tíma. Fyrir nokkrum árum greindist ég með alvarlegt þunglyndi og kvíða. Ég vissi alltaf að það væri eitthvað að en það var ekki fyrr en unnusti minn hvatti mig til að leita mér hjálpar sem eitthvað fór að gerast. Ég fór til heimilislæknis og hann lét mig fá einhvern staðlaðan spurningalista um þunglyndi og þar kom síðan fram að ég þyrfti á hjálp að halda. Ég fann...

RIE/Mindful Parenting

<strong>Geturu sagt mér aðeins frá þér og fjölskyldunni þinni?</strong> Ég heiti Kristín Maríella og er 27 ára. Ég er menntaður víóluleikari en þegar ég kom heim úr námi útí Bandaríkjunum ákvað ég að ég vildi ekki verða hljóðfæraleikari að atvinnu heldur stofnaði skartgripamerkið Twin Within með systur minni. Fljótlega eftir að fyrsta lína Twin Within kom út varð ég ólétt og hef sinnt merkinu meðfram móðurhlutverkinu upp frá því. Nú er ég hamingjusamlega gift, bý út í Singapúr og var að eignast mitt annað barn fyrir 3 mánuðum. Ásamt því að reka Twin Within hér ...

"Ekkert til sem heitir fullkomið foreldri"

Ég tók smá umræðu inn á snapchat í síðustu viku um þessa svokölluðu "glansmynd" sem svo margir tala um. Þetta fyrirbæri er ekki eingöngu hjá snöppurum og bloggurum heldur er þetta til hjá öllum. Þessi svokallaða glansmynd eins og ég skil hana er þegar fólk sýnir bara það besta úr lífinu á samfélagsmiðlum og setur því þannig upp glansmynd eins og allt sé fullkomið. Glansmyndin inniheldur meðal annars fullkomið heimili, fallegustu og nýjustu fötin, allar merkjavörurnar, hrein og prúð börn, flottustu myndirnar o.s.frv. Ég persónulega er ekkert alltof hrifin af þe...

Svefnherbergis innblástur

Við fjölskyldan erum að flytja núna um miðjan ágúst í okkar eigin íbúð (eða svona næstum, Búseta íbúð). Við erum ótrúlega spennt fyrir þessum flutningum og ótrúlega ánægð með íbúðina sem við fengum. Við erum búin að vera í stúdentaíbúð síðan við fluttum inn saman og er löngu farið að langa að fara í okkar eigin íbúð. Ég er með milljón hugmyndir um hvernig ég vil hafa íbúðina og ég er mest spennt fyrir því að mega loksins gera eitthvað við hana, þ.e. mála og hengja upp myndir. Við verðum í íbúð með einu svefnherbergi svo það verður smá þröngt um okkur en við ...

Eldri Pistlar