Fyrsta afmælið

Hlynur Logi varð 1 árs núna 20. desember en þegar hann átti afmæli var hann mjög veikur, hann fékk RS vírusinn og ég fékk lungnabólgu svo við þurftum að fresta því. Við ákváðum að hafa það frekar milli jóla og nýárs, vorum með smá veislu fyrir fjölskylduna 30. desember. Við ætluðum að hafa það heima hjá okkur en svo voru aðeins fleiri en við gerðum ráð fyrir svo við ákváðum að leigja salinn sem fylgir íbúðinni okkar. Þeir sem búa í blokkunum hjá okkur eru með sameiginlegan sal og við ákváðum að leigja hann. Hann var ótrúlega flottur og við vorum ekkert smá h...

Instagram uppáhöld

Ég eins og svo margir aðrir er forfallinn Instagram fíkill! Ég get eytt vandræðanlega miklum tíma þar inni og nota ég Instagram hvað mest til að leita mér af innblæstri fyrir allskonar, eins og t.d. tísku, hreyfingu, innanhúshönnun eða allt sem tengist börnum. Ég fylgist bæði með íslenskum og erlendum einstaklingum. Ég fylgist með ótrúlega mörgum til að fá tísku innblástur en þær sem ég fylgist mest með eru <a href='https://www.instagram.com/thelmagudmunds/' target='_blank'>Thelma Guðmundsen</a>...

Ecoegg þvottaefni

Síðustu mánuði hef ég verið að prufa nýtt þvottefni, já ég veit ég er ekki týpan sem talar um hreinlætisvörur en ég varð bara að deila þessu með ykkur. Ég fékk að gjöf frá <a href='http://www.hjal.is' target='_blank'>Hjal.is</a> þvottaefni, blettaeyði og detox efni fyrir þvottavélina. Sem móðir þá set ég mun oftar í þvottavél, alveg fáránlegt hvað það er alltaf endalaus þvottur! Þið sem eigið börn tengið eflaust við það :) Ég er með psoriasis og mjög viðkvæma húð, ég á erfitt með allt sem er með lykt og miklum efnum í og reyni því að velja alltaf lyktarlaus...

Árið 2017

Árið 2017 var magnað svo ekki sé meira sagt! Þegar árið byrjaði þá var ég nýbúin að eignast Hlyn Loga, hann var 12 daga gamall og ég nýbyrjuð í fæðingarorlofi. Fyrstu vikurnar með hann voru nú ekki auðveldar fyrir mig þar sem ég fékk mikið fæðingarþunglyndi en eftir því sem tíminn leið þá fór okkur öllum að líða betur. Að fá að upplifa fyrsta árið með Hlyn Loga var ótrúlega skemmtilegt, það gerðist svo ótrúlega mikið. Á þessum tíma snerust dagarnir okkar um það að sofa, borða og bleyjuskipti. Hlynur Logi gerði ekki mikið annað en að liggja hjá okkur og vera sæ...

Óskalisti fyrir Hlyn Loga

Hlynur Logi verður eins árs núna 20. desember og eru jólin svo strax á eftir. Ég ákvað að setja saman smá lista yfir það sem okkur langar í fyrir hann af dóti. Við erum mjög hrifin af öllu trédóti og svo er hann líka ótrúlega duglegur að leika sér með dót sem er ekki dót (svona eins og bollar, pappadót og flöskur t.d.). 1. Bækur eru alltaf vinsælar gjafir. Hlynur Logi elskar að fletta í gegnum svona harðspjalda bækur. Langar bæði í bækur sem hann getur leikið sér með og líka bækur sem við getum lesið fyrir hann. 2. Trékubbar. Fást t.d. <a href='http://www...

Góðgerðar fatamarkaður

Fyrir ári síðan þá kynntist ég Thelma Guðmunsden, ég þekkti hana þó af snappinu og var lengi búin að fylgjast með henni þar. Ég var nýbyrjuð í þessum samfélagsmiðlaheimi og vildi nýta mér þennan vettvang til góðs. Ég eins og margir aðrir var að fylgjast með öllum helstu snöppurunum og heyrði ég svo umræðu sem Thelma tók inná sínum aðgangi fyrir jólin. Hún vildi minna á að jólin snerust ekki um hversu mörg jóladagatöl þú átt, hversu flottan aðventukrans þú getur búið til eða að taka þátt í eins mörgum jólagjafaleikjum á netinu og mögulegt var. Ég var svo innileg...

Það sem jólin snúast um

Fyrir nokkrum árum upplifði ég bestu jólin mín! Við erum frekar vanaföst og með nokkrar hefðir á jólunum sem við höfum alltaf, ekkert skipulagt endilega þetta bara þróaðist svona. Við förum alltaf í möndlugraut til frænku minnar í hádeginu á aðfangadag, förum svo heim eftir það og ég og Dagur Snær (bróðir minn) horfum á jólamynd, eða tvær. Á meðan þá elda mamma og pabbi jólamatinn. Á slaginu sex þá hlustar mamma á messuna í útvarpinu og allir bjóða gleðileg jól. Við Dagur fengum alltaf að opna einn lítinn pakka þá. Við borðum svo vanalega stuttu eftir þetta, svo...

Veturinn

Veturinn er uppáhalds árstíðin mín og hefur alltaf verið! Ég elska snjóinn, kuldann og kertaljósin sem fylgja vetrinum. Við fjölskyldan fórum í göngutúr og prufuðum nýju snjóþotuna sem við keyptum fyrir Hlyn Loga. Veit ekki hvort við foreldrarnir skemmtum okkur betur eða hann :) Ætla að deila með ykkur nokkrum myndum sem við tókum...

Eldri pistlar