Eftir hverju erum við að bíða?

Það eru svo ótrúlega margir, þar á meðal ég, sem eru stöðugt að bíða eftir einhverju. Bíða eftir að eitthvað gerist og þá getur maður byrjað að lifa lífinu sem maður vill lifa og vera hamingjusamur. Ég læt mig oft dreyma (lesist: mjög oft!) um það sem mig langar í, það sem mig langar að gera og hvernig manneskja ég vil vera. Það er svo sem ekkert að því að láta sig dreyma en ég á það til að gleyma mér í draumunum og gleyma að lifa því lífi sem ég á. Hljómar hádramatískt ég veit en svona er það bara. Ég er stöðugt að bíða eftir að eitthvað gerist og þá get ég ve...

Ferðavörur fyrir börn

Þar sem að við fjölskyldan erum að fara til Flórída þá fór ég í samstarf við <a href='http://www.hjal.is' target='_blank'>Hjal.is</a>, það er netverslun sem selur ýmsar sniðugar barnavörur og ég hef keypt ótrúlega margt sniðugt hjá þeim. Ég fékk ráðleggingar um hvað myndi koma sér vel úti og fengum við svo vörur að gjöf sem ég er mjög spennt fyrir því að nota. Mig langaði að deila þessum lista með ykkur og vona að þetta komi ykkur að góðum notum. Þetta eru bæði vörur sem við fengum og einnig vörur sem ég hef sjálf keypt....

10 hlutir sem þú vissir (mögulega) ekki um mig

1. Ég hef aldrei verið mikið fyrir íþróttir, sérstaklega bolta íþróttir en ég elska hinsvegar Crossfit (það hefur þó mögulega ekki farið framhjá neinum) 2. Ég elskaði allt tengt rappi í grunnskóla og uppáhalds fatabúðin mín var Exodus (if you know, you know) 3. Ég er með mikið blæti fyrir skipulagi og get eytt alltof miklum tíma í allt tengt skipulagi 4. Í grunnskóla þá klippti ég á mig mjög (lesist: MJÖÖÖÖG) stuttan topp – Það var hræðilegt! 5. Ég er fáránlega andfúl á morgnana og almennt bara mjög mygluð 6. Ég hef notað gleraugu síðan í 7unda bekk...

Uppáhalds kjúklingaréttirnir mínir

Við borðum mjög mikið af kjúkling á mínu heimili. Okkur finnst hann bæði góður og svo er hann svo einfaldur í matargerð, ekki skemmir fyrir að hann sé hollur líka. Við erum með nokkrar uppskriftir sem við notum hvað mest, flestar uppskriftir finn ég á netinu, bæði matreiðslusíðum og Pinterest. Ég fer stundum ekki alltaf 100% eftir uppskriftinni, oft eigum við ekki eitthvað til eða ég breyti einhverju eða bæti við. <ins>Hér eru nokkrar af okkar uppáhalds:</ins> <strong>Pestó kjúklingur</strong> 4-5 kjúklingabringur (bæði hægt að nota meira og minna) 4 stk...

Fyrsta afmælið

Hlynur Logi varð 1 árs núna 20. desember en þegar hann átti afmæli var hann mjög veikur, hann fékk RS vírusinn og ég fékk lungnabólgu svo við þurftum að fresta því. Við ákváðum að hafa það frekar milli jóla og nýárs, vorum með smá veislu fyrir fjölskylduna 30. desember. Við ætluðum að hafa það heima hjá okkur en svo voru aðeins fleiri en við gerðum ráð fyrir svo við ákváðum að leigja salinn sem fylgir íbúðinni okkar. Þeir sem búa í blokkunum hjá okkur eru með sameiginlegan sal og við ákváðum að leigja hann. Hann var ótrúlega flottur og við vorum ekkert smá h...

Instagram uppáhöld

Ég eins og svo margir aðrir er forfallinn Instagram fíkill! Ég get eytt vandræðanlega miklum tíma þar inni og nota ég Instagram hvað mest til að leita mér af innblæstri fyrir allskonar, eins og t.d. tísku, hreyfingu, innanhúshönnun eða allt sem tengist börnum. Ég fylgist bæði með íslenskum og erlendum einstaklingum. Ég fylgist með ótrúlega mörgum til að fá tísku innblástur en þær sem ég fylgist mest með eru <a href='https://www.instagram.com/thelmagudmunds/' target='_blank'>Thelma Guðmundsen</a>...

Ecoegg þvottaefni

Síðustu mánuði hef ég verið að prufa nýtt þvottefni, já ég veit ég er ekki týpan sem talar um hreinlætisvörur en ég varð bara að deila þessu með ykkur. Ég fékk að gjöf frá <a href='http://www.hjal.is' target='_blank'>Hjal.is</a> þvottaefni, blettaeyði og detox efni fyrir þvottavélina. Sem móðir þá set ég mun oftar í þvottavél, alveg fáránlegt hvað það er alltaf endalaus þvottur! Þið sem eigið börn tengið eflaust við það :) Ég er með psoriasis og mjög viðkvæma húð, ég á erfitt með allt sem er með lykt og miklum efnum í og reyni því að velja alltaf lyktarlaus...

Árið 2017

Árið 2017 var magnað svo ekki sé meira sagt! Þegar árið byrjaði þá var ég nýbúin að eignast Hlyn Loga, hann var 12 daga gamall og ég nýbyrjuð í fæðingarorlofi. Fyrstu vikurnar með hann voru nú ekki auðveldar fyrir mig þar sem ég fékk mikið fæðingarþunglyndi en eftir því sem tíminn leið þá fór okkur öllum að líða betur. Að fá að upplifa fyrsta árið með Hlyn Loga var ótrúlega skemmtilegt, það gerðist svo ótrúlega mikið. Á þessum tíma snerust dagarnir okkar um það að sofa, borða og bleyjuskipti. Hlynur Logi gerði ekki mikið annað en að liggja hjá okkur og vera sæ...