Gæsun Guðrúnar Birnu

Ég fékk að vera hluti af hópnum sem gæsaði hana Guðrúnu Birnu en við ákváðum að koma henni á óvart og gerðum það í ágúst síðastliðinn áður en hún færi út til Barcelona. Ég átti ekki heiðurinn af skipulaginu þennan dag en það var elskulega mágkona Guðrúnar Birnu. Hún sá um allt frá A-Ö og hélt utan um allt fyrir daginn. Dagurinn byrjaði á því að við hittumst allar og fórum saman heim til Guðrúnar Birnu og komum henni á óvart. Við vorum allar með fáránlega flottar derhúfur sem voru pantaðar af netinu og Guðrún Birna fékk sér húfu. Við vorum með helling af bakarísm...

Að elska líkamann sinn, það er auðveldara sagt en gert

Það er svo auðvelt að skrifa og tala um það að samþykkja líkamann sinn eins og hann er. Í dag er mikil umræða um “self-love” og að elska sjálfan sig nákvæmlega eins og maður er og ég fagna þeirri umræðu. Að vera ánægð með þann líkama sem við eigum og hætta að tala niður til okkar því maður lítur ekki fullkomlega út, er eitthvað sem við þurfum öll að temja okkur. Ég er ein af þeim sem er alltaf ótrúlega fljóta að hrósa öðrum og ég reyni eins og ég get að vera ánægð með líkamann minn og suma daga elska ég hann en suma daga þá elska ég hann ekki, stundum elska ég ha...

Útilega með barn

Við Jón Andri vorum í fríi saman í maí og ákváðum að fara í smá útilegu með Hlyn Loga. Við fórum á tjaldsvæði sem við fórum á þegar ég var ólétt og það er fullkomið, það var enginn þarna og það var smá "sandkassi" fyrir Hlyn Loga og hestar hinum megin við svæðið. Það var hinsvegar eins og við værum að flytja þegar við fórum, við tókum mjög mikið með okkur og vorum með fullan bíl. ...

Ferðast innanlands

Við Jón Andri og Hlynur Logi fórum í útilegu í byrjun "sumars" og við skoðuðum ótrúlega margt og tókum margar fallegar myndir. Ákvað að skella nokkrum myndum hér inn og deila því sem við gerðum....

Að byrja upp á nýtt

Ég skrifaði þessa færslu fyrst í janúar 2018 þegar ég ætlaði sko að taka árið með trompi! Ég byrjaði svo á námskeiði hjá Wowair og fór svo að vinna hjá þeim og missti alla hvatningu og getu til þess að fara á æfingu. Er ennþá að reyna að koma mataræðinu, svefninum og að púsla saman fjölskyldulífinu eftir að hafa byrjað. Ég er að reyna að bæta ræktinni við og það gengur ágætlega, en er þó bara nýbyrjuð. Var svo ótrúlega hörð við sjálfa mig og barði mig svaka niður fyrir að "nenna" aldrei á æfingu, fannst ég vera löt því ég svaf bara í fríum en það tekur ótrúle...

Hvað er hægt að gera í sumar?

Ég er mikið búin að vera að spá í því hvað við fjölskyldan getum gert í sumar, þar sem ég er að vinna í allt sumar langar mig að nýta tímann sem ég hef í frí með Hlyn Loga og Jóni Andra :) Ég skrifaði niður nokkrar hugmyndir sem ég fann á netinu og datt mér í hug að deila þeim með ykkur. <ul><li>Sumarbústaður</li><li>Friðheimar</li><li>Útilega</li><li>Slakki</li><li>Húsdýra- og fjölskyldugarðurinn</li><li>Fjöruferð</li><li>Prófa nýjar sundlaugar</li><li>Kíkja á nýja leikskóla</li><li>Fara í lautarferð</li><li>Nauthólsvík</li><li>Dagsferð í Viðey</li><li>Hest...

Dagsferð til Pittsburgh

Þar sem ég er farin að fljúga með Wowair þá er ég farin að heimsækja staði sem ég hef aldrei komið á áður. Ég fór til Pittsburgh í síðustu viku í tveggja nátta stopp. Ég viðurkenni fúslega að ég vissi ekkert um þennan stað og þurfti að kynna mér hann betur. Pittsburgh er þekkt fyrir frábæra veitingastaði og svo fengum við fáránlega gott veður, 34°c báða dagana. Við lentum rétt um 6 leytið og fórum upp á hótel herbergi og skiptum um föt og byrjuðum á því að fara að rölta aðeins um og fórum svo á geggjaðan taco stað, sem heitir <a href='http://takopgh.com/' tar...

Förðun fyrir flug

<em>Vil byrja á því að taka það fram að ég er hvorki snyrti- né förðunarfræðingur og er þessi færsla einungis byggð á reynslu og ráðum. Ég keypti allar vörurnar sjálf.</em> Ég byrjaði að vinna sem flugfreyja hjá Wowair fyrir stuttu síðan og eitt af því sem ég spáði mikið í var förðunin mín, ekki endilega til þess að lýta óaðfinnanlega út heldur til þess að vernda húðina og ná að halda förðuninni allt flugið. Eftir smá rannsóknarvinnu og hjálp frá góðum vinkonum sem vita meira um þetta en ég þá er ég búin að koma mér upp góðri förðunar rútínu sem hefur vir...