Innlit

Ég hef gríðarlega mikinn áhuga á öllu tengdu heimilinu og ég elska að skoða Pinterest og Instagram fyrir innblástur. Ég ákvað að taka viðtöl við eina vinkonu mína sem á gullfallegt heimili og er ótrúlega dugleg að breyta og bæta :) <strong>Getur sagt mér aðeins frá þér ?</strong> Ég heiti Guðbjörg Ester Einarsdóttir og er 27 ára Selfyssingur. Ég er nýflutt inn í nýja húsið mitt á Selfossi og bý þar ásamt unnustanum mínum Árna Felix Gíslasyni og hvolpinum Mola. Ég er menntaður lögreglumaður og starfa hjá Lögreglunni á Suðurlandi. Ég hef mjög mikinn áhuga á in...

Bulletproof kaffi

Neeei ég er nú ekki byrjuð að drekka kaffi :) Ég gerði þennan kaffibolla nánast á hverjum degi þegar ég vann í Crossfit Reykjavík og fyrir Jón Andra. Ef þig langar í rjúkandi gómsætan kaffibolla þá mæli ég með þessum. Það sem þú þarft er: 1 kaffibolli Smjörklípa (grænt smjör) 1 tsk af kókosolíu 1 80% súkkulaði moli (bestur með mintu bragði) Setur allt saman í blandara og blandar í nokkrar sek. Hellir í bolla og bætir svo við einum einföldum espressó í....

Höfum hátt

Það er átak í gangi núna á facebook sem fer undir nafninu #höfumhátt og #metoo og eru stelpur/konur að setja fram allskonar sögur af atvikum sem þær hafa lent í. Með þessu erum við að reyna að opna umræðuna og hafa hátt og sýna hversu ótrúlega margar hafa í raun lent í kynferðislegri áreitni og/eða ofbeldi. Ég á mér slíka sögu en það erfiða við það er að þetta er ekki eina atvikið þar sem ég varð fyrir kynferðislegri áreitni, það hefur svo oft komið upp og þarf eitthvað að gera í þessu! Það er ekki ásættanlegt að stelpur og konur séu að lenda ítrekað í svona a...

Stofu innblástur

Við Jón Andri og Hlynur Logi vorum að flytja í nýja íbúð og erum ótrúlega ánægð með hana! :) Við erum strax búin að koma okkur ágætlega fyrir, eina sem vantar smá ást er stofan og svefnherbergið. Okkur langar í Bestå skápaeiningu undir sjónvarpið og einhverjar fallegar myndi fyrir ofan. Ég er ekki ennþá viss hvort við ætlum að hengja eininguna upp eða hafa hana á fótum. Ég, eins og svo margir aðrir, er dolfallinn Pinterest fíkill og er ég búin að vera föst þar inná síðan við vissum að við værum að fara að flytja í þessa íbúð. Langaði að deila með ykkur sm...

Skipulag á skiptitöskunni

Þeir sem þekkja mig vita að ég er skipulags frík og ég tapaði mér dálítið þegar ég var ólétt af Hlyn Loga :) Ég leitaði mér af allskonar upplýsingum og var búin að skipuleggja fötin, skiptitöskuna og rúmið hans oftar en einu sinni (lesist: ALLTOF OFT). Þegar ég var ólétt þá rakst ég á pistil þar sem stelpa sagði frá skipulaginu sínu í skiptitöskunni og fannst mér það alger snilld svo ég ákvað að gera það sama. Man ekki hvar það var sem ég las það en ætla allavega að deila því hér með ykkur. Ég fór í Eymundsson og keypti svona poka:...

Skipulag á töskunni fyrir dagforeldrana

Hlynur Logi var að byrja í þessari viku í aðlögun hjá dagmömmu. Honum vantaði eitthvað af útifötum og fór ég strax og leitaði af listum á netinu um hvað væri best að taka með sér. Ég fór í Söstrene Grene og keypti plast tösku (í miðstærð) undir fötin. Það sem við tókum með fyrir dagmömmuna er þetta: <ins>Útiföt:</ins> o 2-3x ullarsokkar o 2x vettlingar (þykkir og vatnsheldir) o 2x húfur (eina þunna og eina þykka) o Regngalli o Kuldagalli o Pollasokkar o Kuldaskór o Strigaskór o Ullarföt o Þykk peysa (flís eða prjónuð) o ...

Fyrsta útilegan

Við Jón Andri fórum með Hlyn Loga í útilegu í fyrsta sinn núna um helgina rétt hjá Apavatni. Þetta var í rauninni skyndiákvörðun sem var ákveðin daginn áður og ég var pínu (lesist: MJÖG) stressuð að fara með hann. Var ekki viss hvernig nóttin myndi ganga, hvernig það væri að gefa honum pela og matinn og sérstaklega hvernig það myndi fara í hann að vera úti allan daginn. Þar sem við ákváðum þetta í skyndi þá var ekki langur tími til að skipuleggja sig og þar af leiðandi ekki heldur langur tími til þess að stressa sig á þessu öllu saman. Ætlaði að setja saman þa...

Ofnbakað grasker

Mig langaði að deila með ykkur einfaldri leið til þess að mauka grasker (sama má gera með sætar karteflur). Þegar ég gerði grasker fyrir Hlyn Loga í fyrsta sinn þá prófaði ég að afhýða það og gufusjóða (eins og ég geri með allt annað), það gekk ekkert alltof vel :) Vinkona mín benti mér þá á að setja graskerið (og sætu karteflurnar) inní ofn og mauka það svo. Það er sjúklega einfalt og mun minna vesen en að gufusjóða....

Eldri Pistlar