Skipulag á skiptitöskunni

Þeir sem þekkja mig vita að ég er skipulags frík og ég tapaði mér dálítið þegar ég var ólétt af Hlyn Loga :) Ég leitaði mér af allskonar upplýsingum og var búin að skipuleggja fötin, skiptitöskuna og rúmið hans oftar en einu sinni (lesist: ALLTOF OFT). Þegar ég var ólétt þá rakst ég á pistil þar sem stelpa sagði frá skipulaginu sínu í skiptitöskunni og fannst mér það alger snilld svo ég ákvað að gera það sama. Man ekki hvar það var sem ég las það en ætla allavega að deila því hér með ykkur. Ég fór í Eymundsson og keypti svona poka:...

Skipulag á töskunni fyrir dagforeldrana

Hlynur Logi var að byrja í þessari viku í aðlögun hjá dagmömmu. Honum vantaði eitthvað af útifötum og fór ég strax og leitaði af listum á netinu um hvað væri best að taka með sér. Ég fór í Söstrene Grene og keypti plast tösku (í miðstærð) undir fötin. Það sem við tókum með fyrir dagmömmuna er þetta: <ins>Útiföt:</ins> o 2-3x ullarsokkar o 2x vettlingar (þykkir og vatnsheldir) o 2x húfur (eina þunna og eina þykka) o Regngalli o Kuldagalli o Pollasokkar o Kuldaskór o Strigaskór o Ullarföt o Þykk peysa (flís eða prjónuð) o ...

Fyrsta útilegan

Við Jón Andri fórum með Hlyn Loga í útilegu í fyrsta sinn núna um helgina rétt hjá Apavatni. Þetta var í rauninni skyndiákvörðun sem var ákveðin daginn áður og ég var pínu (lesist: MJÖG) stressuð að fara með hann. Var ekki viss hvernig nóttin myndi ganga, hvernig það væri að gefa honum pela og matinn og sérstaklega hvernig það myndi fara í hann að vera úti allan daginn. Þar sem við ákváðum þetta í skyndi þá var ekki langur tími til að skipuleggja sig og þar af leiðandi ekki heldur langur tími til þess að stressa sig á þessu öllu saman. Ætlaði að setja saman þa...

Ofnbakað grasker

Mig langaði að deila með ykkur einfaldri leið til þess að mauka grasker (sama má gera með sætar karteflur). Þegar ég gerði grasker fyrir Hlyn Loga í fyrsta sinn þá prófaði ég að afhýða það og gufusjóða (eins og ég geri með allt annað), það gekk ekkert alltof vel :) Vinkona mín benti mér þá á að setja graskerið (og sætu karteflurnar) inní ofn og mauka það svo. Það er sjúklega einfalt og mun minna vesen en að gufusjóða....

Að byrja að borða

Hlynur Logi byrjaði að borða rúmlega 4 mánaða. Við fórum með hann til læknis útaf bakflæðinu hans, hann var að sofa svo illa á nóttunni og ráðlagði læknirinn okkur að prófa að gefa honum smá graut og sjá hvort það myndi hjálpa. Við keyptum graut fyrir hann og ég blandaði hann í þurrmjólk og fékk hann bara nokkrar teskeiðar í byrjun. Við byrjuðum að gefa honum í hádeginu, því ef grauturinn hefði farið illa í hann og hann hefði fengið hann fyrir nóttina hefði það getað truflað svefninn hans. Ég ákvað svo fyrir löngu að mig langaði að prófa að mauka sjálf. Ég...

Smoothie skál

Ég prófaði í kvöld að búa til svona smoothie skál í fyrsta sinn. Fengum okkur vel að borða um fjögur leytið þannig okkur langaði bara í eitthvað létt í kvöldmat. Ég stakk upp á að hafa boost en langaði að gera eitthvað smá meira. Sá á Pinterest allskonar hugmyndir og allt ótrúlega girnilegt. Ég gerði tvær tegundir, eina fyrir mig og eina fyrir Jón. <ins>Hér eru uppskriftirnar:</ins> <strong>Súkkulaði smoothie</strong> Lítil dolla af súkkulaði skyr.is Skvetta af möndlumjólk Msk af hnetusmjöri Heill banani Tsk kakó Toppað með súkkulaðispæni og banan...

Ný íþróttaföt

Ég veit fátt meira hvetjandi en að kaupa mér ný íþróttaföt fyrir ræktina! Maður verður eitthvað svo ótrúlega peppaður að mæta á æfingu þegar maður er í nýjum fötum. Hún Lína Birgitta hjá Define the Line Sport hannaði ótrúlega flotta línu af íþróttafötum og mig er lengi búið að langa í marmara settið hjá henni. Fötin eru einstaklega vel gerð, ótrúlega mjúk og þægileg. Buxurnar eru háar í mittið og eru með þykka teygju efst sem er mjög gott til að veita smá aðhald um mömmumagann. Íþróttahaldarinn heldur mjög vel að, er úr þykku efni með púðum sem hægt er að ta...

"Var svo góð í að setja upp grímuna"

Ég er búin að byrja á þessari grein alltof oft og hún er búin að vera opin í tölvunni lengi. Ég á nefnilega mjög erfitt með að fara aftur á þennan stað sem ég var á og hugsa um hvernig mér leið á þessum tíma. Fyrir nokkrum árum greindist ég með alvarlegt þunglyndi og kvíða. Ég vissi alltaf að það væri eitthvað að en það var ekki fyrr en unnusti minn hvatti mig til að leita mér hjálpar sem eitthvað fór að gerast. Ég fór til heimilislæknis og hann lét mig fá einhvern staðlaðan spurningalista um þunglyndi og þar kom síðan fram að ég þyrfti á hjálp að halda. Ég fann...

Eldri Pistlar