Fljótlegur og hollur mexíkóskur hakkréttur

Ég hef oft ekki mikinn tíma til að elda kvöldmat þar sem ég er oft ekki að koma heim fyrr en um kvöldmatarleytið. Ég er ekki mikið fyrir að kaupa tilbúinn kvöldmat þar sem það getur verið frekar dýrt og reynum við hjónin að elda flest kvöld vikunnar. Það er því gott að geta gripið í einfalda og fljótlega uppskrift eins og þessa þá daga sem maður kemur seint heim, ekki skemmir fyrir að hún er líka holl! Máltíðin hentar vel fyrir þá sem vilja halda kolvetnum í lágmarki, sjálf er ég á lágkolvetna mataræði....

Íslenskt podcast

Ég er mjög dugleg að hlusta á podcöst og þykir mér mjög þægilegt að hlusta á þau meðan ég er að vinna eða ef mig langar bara að slaka aðeins á heima. Það skemmtilega er að það er mikið úrval af íslenskum podcöstum og þau eru virkilega fjölbreytt. Það eru nokkur sem standa upp úr og mörg sem ég bíð spennt eftir að næsti þáttur komi út! <strong>Hérna koma þau sem eru í topp 5 hjá mér í augnablikinu</strong>...

Dæmir þú aðra eða hvetur þú fólk áfram?

Ert þú týpan sem hvetur alla áfram, ert dugleg að hrósa öðrum og samgleðst þeim sem gengur vel eða ert þú týpan sem dæmir aðra, baktalar og verður öfundsjúk þegar þeim gengur vel?...

Morgunæfingar

Ég hef oft fengið spurningar um hvernig í ósköpunum ég fari að því að vakna klukkan 5:20 á morgnanna og fara á æfingar. Persónulega finnst mér best að nýta tímann sem best á daginn svo ég nái að sinna öllu sem ég þarf að sinna. Þar sem ég er í fullu starfi, fullu námi og vil ekki setja æfingar á hakann þá eru morgnarnir eini tíminn sem ég hef til að æfa. Ef ég á að velja á milli þess að sofa lengur og æfa ekkert á daginn eða vakna aðeins fyrr á morgnanna og ná að æfa þá verður seinni kosturinn klárlega alltaf fyrir valinu!...

Uppáhalds hóptímarnir mínir í ræktinni

Ég hef í mörg ár verið að fara í ræktina og lyfta eftir æfingarprógrami frá þjálfara þar sem hver dagur er skiptur eftir ákveðnum vöðvahóp. Í byrjun árs 2019 fann ég að mig langaði að breyta aðeins til og prófa eitthvað nýtt! Mér finnst mjög mikilvægt að hafa smá fjölbreytni og ef maður finnur fyrir ræktarleiða þá mæli ég hiklaust með að skoða aðra möguleika sem eru í boði. Sérstaklega þar sem það er óendanlegt framboð af námskeiðum og tímum í boði! Í dag er ég búin að færa mig frá því að mæta ein í ræktina og lyfta í það að mæta meira í hóptíma. Það eru nokk...

Prófaðu að glósa skólabækurnar þínar

Ég skrifaði færslu um daginn þar sem ég kom með nokkur góð ráð sem er gott að hafa í huga þegar skólinn byrjar aftur (linkur <a href='http://lady.is/articles/asahulda/article/backtoschool' target='_blank'>hér</a>). Í færslunni nefndi ég að ég væri mjög dugleg að glósa og að ég glósaði í lang flestum fögunum sem ég er í. Ég fékk nokkrar beiðnir um að gera færslu um hvernig ég fer að því að glósa og hvaða ráð ég væri með fyrir ykkur. Ég er á fyrsta ári mínu í M.Acc. (master í reikningsskil og endurskoðun) í Háskóla Íslands og hef ég því eytt mörgum árum af lífi m...

Ofurdrykkur Ásu - Hverjir eru kostirnir?

Eins og ég hef nefnt áður þá er ég með bæði endómetríósu og PCOS og er alltaf að eiga við magaverki, magakrampa og að maginn minn blási allt í einu rosalega út. Ég er svolítið mikið fyrir að Googla og hef þar rekist á mörg góð ráð sem ég hef síðan prófað sjálf! Þau ráð sem ég rakst oftast á sem eiga að hjálpa til við þessi vandamál sem ég er að díla við voru þau að drekka sítrónusafa, eplaedik og rauðrófusafa. Þar sem sítrónur, eplaedik og rauðrófur hafa svo marga kosti þá ákvað ég fá mér ofurdrykk með þessum innihaldsefnum. <strong>Drykkinn blanda ég s...

Munum við einhvern tímann fá að eignast barn?

Ég ligg hér uppi í sófa, klukkan er 6 um morgun og ég get ekki sofið þar sem ég er of kvalin til þess. Ég deildi með ykkur í febrúar á þessu ári sögu minni af sjúkdómnum endómetríósu og því sem ég hafði gengið í gegnum á þeim tíma <a href='http://lady.is/articles/asahulda/article/endometriosa' target='_blank'>(sjá link hér)</a>. Síðan þá höfum við hjónin gengið í gegnum ýmislegt í ferli okkar til að reyna að eignast barn. Eins og kom fram í síðustu grein þá var ég ný komin úr kviðarholsspeglun þar sem kom í ljós að ég var með sjúkdóminn endómetríósa. Allir h...