Barnaherbergi fyrir litla prinsessu

Nú fer að líða að því að prinsessan okkar Hödda komi í heiminn en í dag eru 12 dagar í settan dag. Eins og ég hef talað um áður þá hefur biðin eftir þessari prinsessu verið löng og fórum við því mjög fljótt að undirbúa barnaherbergið fyrir hana. Við höfum verið að dúllast í barnaherberginu í marga mánuði og keypt smám saman þau húsgögn og hluti sem við vildum hafa inni í herberginu. Núna styttist í komu hennar og herbergið hennar bíður klárt eftir henni. Mig langaði að sýna ykkur herbergið hennar þar sem ég hef fengið mjög margar spurningar um húsgögnin og hlut...

Spítalataskan fyrir barnið og foreldrana

Ég hef oft verið beðin um að deila með ykkur hvað við hjónin erum búin að ákveða að taka með okkur á spítalann þegar stóri dagurinn rennur upp. Ég er búin að skoða allskonar lista á netinu og svo fékk ég mörg góð ráð frá fylgjendum mínum á <a href='https://www.instagram.com/asahulda/' target='_blank'>Instagram</a> um hvað er gott að hafa með. Út frá þessu bjuggum við til lista sem okkur fannst henta best fyrir okkur en auðvitað er þetta mjög persónubundið hvað hver og einn vill hafa með sér. Við skiptum þessu upp í tvær töskur, önnur er skiptitaska með öllu fyr...

Meðganga á óvissutímum

Það er komið smá síðan ég skrifaði færslu hérna inn í sambandi við meðgönguna og fannst mér tími til að segja smá frá því hvernig síðustu mánuðir hafa gengið! Nú er ég komin rétt rúmlega 31 viku á leið og það styttist óðum í að litla prinsessan komi í heiminn. <strong>Annar þriðjungur</strong> Ég skrifaði síðast um hvernig fyrsti þriðjungurinn gekk hjá mér (<a href='http://lady.is/articles/asahulda/article/firsttrimester' target='_blank'>sjá hér</a>) en hann einkenndist af mikilli ógleði og þreytu. Þegar ég var komin um 13 vikur á leið þá fór mér að líða töluv...

Heimagerð fataslá í barnaherbergið

Eins og margir vita þá eigum ég og Hörður von á lítilli prinsessu í júlí. Þar sem við höfum beðið lengi eftir að þessi draumur okkar rættist þá gátum við ekki beðið lengi með að hefja hreiðurgerðina og undirbúa allt fyrir litla kraftaverkið okkar, spennan er bara of mikil! Við erum búin að kaupa öll húsgögnin í herbergið en eigum eftir að fínpússa herbergið og kaupa fallega skrautmuni til að hafa þar inni (mun sýna ykkur herbergið þegar það er klárt). Við erum byrjuð að kaupa föt fyrir prinsessuna okkar og höfum einnig fengið helling í gjöf frá foreldrum okkar ...

Æfingar með teygjum

Síðustu vikur hef ég verið að æfa mikið heima hjá mér og elska ég að setja saman allskonar æfingar sem ég hef síðan verið að deila á Instagram hjá mér. Ég setti inn spurningabox á Instagram um daginn þar sem ég óskaði eftir uppástungum á hvernig æfingar fólk vildi sjá næst og ég fékk mjög margar beiðnir um æfingar með teygjum. Ég setti saman tvær æfingar sem ég hef sýnt frá á Instagram þar sem notast er við teygjur og mini bands, ein æfingin er fyrir bak og axlir og hin er fyrir rassinn. <strong>Axlir og bak með teygjum</strong> Hægt að sjá myndband af æfi...

Heimaæfing fyrir sterkari rass og fætur

Eins og ég nefndi í <a href='http://lady.is/articles/asahulda/article/heimaraekt' target='_blank'>síðustu færslu</a> þá vorum við hjónin að undirbúa heimarækt hjá okkur svo við gætum fært æfingarnar okkar heim. Mér finnst mjög þægilegt að vakna á morgnanna og þurfa ekki að fara út úr húsi til að fara á æfingu! Ég setti saman smá æfingu um helgina með áherslu á rass og læri og ég viðurkenni að hún tók vel í (nóg af harðsperrum daginn eftir)! Mig langaði að deila henni með ykkur þar sem ég veit að margir kjósa að æfa frekar heima í dag en auðvitað er líka hægt a...

Heima gym!

Okkur hjónunum hefur lengi langað að útbúa smá heima gym en aldrei látið verða af því. Okkur fannst þetta tilvalinn tími til að láta verða af þessu þar sem það er gott að hafa möguleikann á að æfa heima, bæði til að draga úr áhættu á smiti og ef maður lendir í því að þurfa að fara í sóttkví. Einnig er þetta tilvalið þegar litla prinsessan kemur í heiminn en þá er hægt að taka æfingu heima. Núna er ég komin 22 vikur á leið og finnst mér algjör snilld að hafa möguleikann á að taka smá æfingu heima þegar hentar. Við áttum fyrir trainer fyrir hjólið mitt sem við hö...

Tilheyrir þú þessum tíu prósentum?

Þeir sem hafa lesið fyrsta bloggið mitt <a href='http://lady.is/articles/asahulda/article/endometriosa' target='_blank'>,,Á ekki að fara að koma með eitt lítið kríli?“</a> vita að ég er með sjúkdóm sem kallast endómetríósa og hef ég þurft að ganga í gegnum ýmislegt til að reyna að verða ófrísk (sjá færsluna mína <a href='http://lady.is/articles/asahulda/article/kraftaverkingerast' target='_blank'>Kraftaverkin gerast! </a>). Það eru margir sem vita ekki almennilega hvað endómetríósa felur í sér og hvaða einkenni fylgja þessum sjúkdómi enda er þetta mjög falinn s...