Árshátíð LADY

Við stelpurnar héldum árshátíð Lady.is um daginn, en við urðum 1. árs síðastliðinn apríl. Við áttum æðislegan dag saman og er ég svo þakklát fyrir að hafa þessar frábæru stelpur í lífinu mínu.
Við byrjuðum árshátíðardaginn á þvi að fara í brunch á Vox. Ég hef aldrei fengið mér brunch þar áður en það má segja að hann hafi staðist allar væntingar.

Síðan fórum við í Laugar Spa í slökun og dekur, en okkur var boðið. Við kíktum í gufu, heita pottinn og enduðum á því að slaka vel á í slökunarherberginu.

Eftir spa-ið fórum við allar heim til okkar að taka okkur til fyrir kvöldið. Við hittumst svo heima hjá mér í mat og drykk. Karlarnir okkar tóku að sér að grilla fyrir okkur nautakjöt og í eftirrétt voru sjúklega góðir kleinuhringir frá Krispy Kreme. En hægt er að kaupa kassa af kleinuhringjum hjá þeim á mjög góðu verði. Við fengum þá að gjöf.


Alltof góðir kleinuhringir frá Krispy Kreme

Partývörur voru svo yndisleg að sjá um skreytingarnar fyrir okkur. Rörin, servétturnar, fánaveifan og pappadúskarnir voru gjöf. Dúkarnir á borðinu eru einnig frá Partývörum en það er hægt að leigja þá hjá þeim. Allt kom þetta mjög vel út!

Olga komst því miður ekki en hún var með okkur í anda <3

Við viljum þakka ykkur kærlega fyrir samfylgdina! Einnig viljum við þakka þeim fyrirtækjum sem komu að árshátið okkar og þeirra sem hafa fylgt okkur í þessu ævintýri frá byrjun.

xo
Guðrún Birna

Þér gæti einnig líkað við