Árshátíð Lady 2022

Loksins gátum við allar hist og haldið árshátíð 
Við Sunna vorum í árshátíðarnefndinni í ár og skipulögðum þennan dag fyrir hinar stelpurnar.

Við byrjuðum daginn á að hittast í heimahúsi kl. 14 þar sem boðið var upp á óáfengan fordrykk frá Vínkjallaranum, sem við fengum að gjöf, ostabakka og nammi. Ótrúlega gott vín og gaman að skála í eitthvað annað en vatn fyrir þær sem drekka ekki. Stelpurnar fengu síðan gjafapoka frá frábærum fyrirtækjum sem voru til í að taka þátt í þessum degi með okkur.

Gjafapokinn:

Tanja Ýr CosmeticsGlamista Hair – LostiSassyDekra

Tanja Ýr Cosmetics – Pakka með 3 augnhárum í – Finland – Norway – Sweden
Glamista Hair – Hárbursti til að fullkomna taglið
Losti – Allskonar unaðsvörur
Sassy – Sokkabuxur og nipple cover frá Commando
Dekra – Nailberry naglalökk – 3 í pakka, naglaþjöl og maski frá Magicstripes

Veglegur gjafapoki sem stelpurnar voru mjög sáttar með. Þökkum kærlega fyrir okkur. 

Við vorum ekki allar búnar að hitta nýju stelpurnar sem byrjuðu að blogga í febrúar síðastliðinn svo ég setti saman smá leik svo við myndum kynnast aðeins betur. Ég var búin að biðja stelpurnar allar um að senda mér 5 sturlaðar staðreyndir um sig og setti það upp í Kahoot! Setti upp eina staðreynd í einu og hinar áttu að giska hver sendi hana inn. Fínasti ísbrjótur og voru verðlaun í boði.

Eftir það voru keppnisgleraugun sett á og við tókum tvo leiki í Laser Tag. Ótrúlega gaman og skemmtum við okkur konunglega í því.

Því næst var haldið til baka heim í Flatey Pizzu veislu. Við vorum orðnar svo svangar eftir átökin að það gleymdist alveg að taka mynd af pizzunum. En Flatey klikkar aldrei, enda alvöru ítalskar súrdeigspizzur.

Leynigestur kvöldsins var engin önnur en Sigga Kling. Hún var hjá okkur í rúma 2 tíma að lesa í spil fyrir hverja og eina og skemmta okkur. Algjör gullkona og mjög gaman að fá hana í partý.

Fengum afnot af myndahring, bakgrunn og props í samstarfi við Myndapartý. Það fylgdi með blað hvernig ætti að setja þetta upp svo þetta var allt saman mjög auðvelt í uppsetningu. Bakgrunnurinn kom mjög vel út á myndunum og með myndahringinn þá var hægt að stilla birtustigið á honum. Þetta var mikið notað í lok kvölds.
Ótrúlega góð þjónusta, fengum símanúmer hjá starfsmanni ef eitthvað vesen kæmi upp. Þurftum einu sinni að hringja og því var reddað á núll einni.

Það skapast ákveðin stemning að hafa myndakassa og verður hann meira og meira notaður þegar líður á kvöldið.

Árshátíðarnefndin í ár

Vel heppnað og skemmtilegt kvöld.

Instagram -> ingajons

Þér gæti einnig líkað við