Árshátíð LADY 2019

Við stelpurnar gerðum okkur glaðan dag 26. október og vorum með árshátíð. Ég og Rósa tókum að okkur að vera í árshátíðarnefnd og skipulögðum við daginn. Hinar stelpurnar vissu ekki hvað við vorum að fara gera sem gerði þetta dáltið skemmtilegt.

Við hittumst heima hjá Ásu kl. 14. Þá kom spákona til okkar sem að spáði í spil hjá hverri og einni. Þetta var mjög skemmtilegt, við sátum allar saman inni í stofu og fylgdumst með spádómnum hjá hvor annarri. Svo kl. 16 kom kona frá Blush.is og var með kynlífstækjakynningu, alltaf jafn gaman!

Við Rósa vorum svo með sitthvoran leikinn. Ég var með pakkaleik eins og maður var með í afmælunum þegar maður var krakki og Rósa með stólaleik. Veglegir vinningar í báðum leikjum.

Á milli dagskráliða tókum við nóg af myndum með græjunni frá Rentaparty.is og er bakgrunnurinn einnig frá þeim.

Við stelpurnar fengum svo flottan gjafapoka frá Terma snyrtivörum. Pokinn innihélt vörur frá YSL og var þar á meðal nýi ilmurinn frá þeim, ótrúlega góð lykt!

Um kvöldið fórum við út að borða á Geira Smart og komu makar okkar með. Við vorum með sér sal út af fyrir okkur sem var mjög þæginlegt, fínt að vera út af fyrir sig og geta spjallað og hlegið í ró og næði.
Eftir matinn röltum við á Gumma Ben og fórum í karókí en þau eru með sér herbergi sem hægt er að bóka fyrir það.

Þetta var æðislegur dagur og skemmtum við stelpurnar okkur svo vel saman. Gaman hvað við erum þéttur hópur og náum vel saman ♥

xo
Guðrún Birna

Þér gæti einnig líkað við