Are you the one?

Ég rakst á þessa þætti á Netflix um daginn og heyrði svo í vinkonu hópnum mínum að þetta væru eðal sorpþættir, svo ég bara varð að tékka á þeim!!! Ég bókstaflega elska Love island þættina, enda skrifaði ég færslu um þá HÉR. Í gamla daga elskaði ég einnig Bachelor og Bachelor paradise þættina, þó mér hafi fundist þeir orðnir þreyttir með árunum og hætti því að horfa. En svona raunveruleika sjónvarpsþættir eru alveg 100% minn tebolli! Þess vegna ákvað ég að slá til og mér til mikillar ánægju eru tvær þáttaraðir þegar komnar á Netflix. Fyrstu sekúndurnar á fyrsta þættinum gefa strax til kynna að hér er um að ræða MIKIÐ drama, mikið um rifrildi og mikið um áfengi. Það er ekkert annað en uppskrift af góðum raunveruleikaþætti! 

Are you the one eru MTV raunveruleikaþættir sem hófu göngu sína árið 2014, þannig að seríurnar tvær sem voru að koma á Netflix eru ekki nýjar á nálinni. Fyrsta serían er tekin upp á Hawai og sería tvö í Puerto Rico. Það þarf varla að taka það fram en þáttakendurnir eru greinilega valdir eftir útliti, þar sem allir eru voðalega snoppufríðir. 

Þættirnir ganga svo út á að finna þinn “perfect match”. Tíu stelpur og tíu strákar eru valin til að taka þátt og út frá einhverskonar “vísindalegri” nálgun er búið að finna út hin fullkomnu pör innan hópsins. Hópurinn fær svo tíu möguleika til að para sig saman og finna þessi réttu tíu pör. Í lok hverrar athafnar („match-up“) fá þau að vita hversu mörgum pörum þau náðu rétt, en ekki hvaða pör það eru. Svo á milli athafna eru allskonar áskoranir og stefnumót. Þau geta svo valið eitt par á viku til að senda í hinn svokallaða “truth booth” til að fá á hreint hvort það par sé perfect match. Sé parið sem er sent í sannleiks básinn rétt, þá fær það par ekki lengur að vera með í leiknum. Þau eru send í “honeymoon suite” og þurfa að bíða þar saman þangað til leiknum lýkur. Þau mæta þá bara í para athafnirnar og geta þannig fylgst með hversu mörg rétt pör eru komin. Hópurinn þarf að ná ÖLLUM tíu pörunum réttum í síðasta lagi í tíundu athöfninni til þess að vinna eina milljón dollara. Ef þau ná ekki öllum tíu rétt þá fara þau tómhent heim. 

Núna eru komnar út níu þáttaraðir svo við eigum ennþá inni heilar sjö! Ég vona svo innilega að það fari að koma fleiri inn á Netflix fljótlega. Ég hámhorfði á þessar tvær á einni helgi og fór létt með! Þið megið endilega senda mér skilaboð á Instagramminu mínu @rosasoffia ef þið vitið eitthvað um hvenær við eigum von á fleiri þáttaröðum á Netflix. 

Takk fyrir að lesa

Þér gæti einnig líkað við