Antík kaup

Mér finnst ótrúlega gaman að fara á antík markaði og gramsa. Enda heillast ég verulega að því að blanda saman gömlum og nýjum hlutum. Það eru tvær verslanir hérna heima sem ég kíki reglulega í og eru þær báðar í Kópavogi. Portið – Markaður er á Nýbýlavegi 8 í porti á bak við Serrano, opið tvisvar í viku, fimmtudaga og laugardaga. Þau eru líka virk á facebook og setja þar reglulega inn nýjar vörur. Svo er það Antíkbúðin sem er í Hamraborginni, við hliðina á Gullsmiðju Óla og gömlu Blush. Maður dettur alltaf á eitthvað spjall við manninn sem er með Antíkbúðina, hann hefur svo mikla ástríðu fyrir því sem hann gerir og veit svo margt um vörurnar sem eru til sölu hjá honum. Skemmtilegur kall.

En svo hef ég einnig verið að panta af netinu. Gamalt Royal Copenhagen og Bing & Gröndal versla ég af DPH Trading. Og svo er alltaf hægt að finna eitthvað fallegt á Etsy, en ég mæli með að skoða vel umsagnir þar en ég hef reyndar aðeins gott að segja um þá sem ég hef verslað af þar.

Mánaðar-, jóla- og mæðraplattar frá Royal Copenhagen og Bing & Grøndahl. Þessir bláu plattar sem prýða þennan vegg heima.

Lítill bakki frá Royal Copenhagen í mynstrinu Blue Fluted Plain sem ég nota undir skartgripina sem ég nota dagsdaglega.

Er búin að vera að leita lengi að ,,hinum rétta“ marmarabakka og fann hann loksins í Portinu um helgina. Hann er miklu stærri en þeir bakkar sem ég hef séð og smellpassar undir bæði kaffivélina og kaffidótið. Hann var á útsölu og kostaði rúmlega 2.500kr. Mjög ánægð með þessi kaup.

Þegar ég sá þennan hvíta og bláa disk þá ætlaði ég að hengja hann upp á vegg með mánaðarplöttunum frá Royal Copenhagen. Og litla plattann með svörtu og hvítu plöttunum sem er á myndinni fyrir meðan. Hef ekki ennþá komist í það svo þeir eru ennþá inn í glerskápnum.

Mánaðarplattar frá Björn Wiinblad sem fara upp á vegg einn daginn ásamt bláa og hvíta plattanum.

Það var eitthvað við þessa styttu sem heillaði mig. Fann hana í Antíkbúðinni, veit samt ekkert hvaðan hún er. Fannst hún svo ótrúlega falleg og er hún búin að fá að prýða String hilluna inn í stofu síðan ég kom með hana heim.

Inga

 

 

Þér gæti einnig líkað við