Andlit.is – íslensk netverslun

Ég verslaði nokkrar vörur um daginn hjá íslenskri netverslun sem mig langaði að segja ykkur aðeins frá. Ég var að fylgjast með þeim á instagram og sá að þau voru að auglýsa andlits sólarvörn, sem var einmitt það sem mig vantaði fyrir sumarið. Ég ákvað því að panta hjá þeim og setti í leiðinni augabrúnalit í körfuna hjá mér. Ég sá svo að þau bjóða 15% kynningarafslátt af fyrstu kaupum, svo ég nýtti mér það. Þórey, sem rekur verslunina, var svo yndislegt að senda mér smá gjöf með pöntuninni, sem ég kann virkilega vel að meta. 

HÉR er sólarvörnin. Hún er með smá shimmeri í og svo skemmir ekki fyrir að hún er góð fyrir aldraða húð. Lyktin af henni er yndisleg og þessi verður klárlega notuð óspart! 

HÉR er svo augabrúnaliturinn sem ég keypti. Ég er svo léleg að versla svona vörur og valdi ég mér litinn Brown, en Þórey vissi betur og sendi mér Dark brown að auki, því hún var nokkuð viss um að hann færi mér betur. Og viti menn, hún hafði rétt fyrir sér! 

HÉR er svo hyljari sem ég fékk að gjöf. Þessi hyljari er svo mjúkur og léttur, hann líka felur vel fínar línur, sem er uppáhaldið mitt þessa dagana.  

HÉR er svo varagloss sem ég fékk að gjöf. Ótrúlega pigmentaður og svo góður ilmur! 

Ég er svo ótrúlega ánægð með allt saman, og mun hiklaust versla aftur við Andlit.is. Mér finnst einnig mjög jákvætt hvað allt er á góðu verði á síðunni og það er eitthvað sem mér finnst skipta máli. 

Ég vil taka það fram að Andlit.is er ekki einungis netverslun, heldur er Þórey snyrtifræðingur á stofunni Snyrtigallerý í Keflavík og þar er einnig hægt að nálgast vörurnar. 

Þessi færsla er ekki kostuð eða unnin í samstarfi 

Takk fyrir að lesa 

Þér gæti einnig líkað við