Í byrjun ágúst tókum við maðurinn minn langa helgi í Amsterdam.
Hann hafði farið áður í nokkra daga, þegar Ísland tók þátt í undankeppninni í EM í fótbolta.
Þetta er ótrúlega falleg borg, mjög hrein og mikill gróður. Enda löbbuðum við rúma 90 kílómetra á þessum stutta tíma.
Hótelið
Vorum á hóteli sem heitir XO Hotels. Þetta er keðja og eru 8 hótel í Amsterdam. Við vorum á hótelinu sem heitir Blue Tower sem er rétt fyrir utan miðbæinn sjálfan en alveg við lestarstöð og vorum við 20 mínútur á leiðinni. En suma daga löbbuðum við niður í bæinn. Kósý og rólegt hótel í miðju íbúðarhverfi og eitthvað af veitingarstöðum í göngufæri.
Morgunmatur
Tókum ekki morgunverð með til að hafa val um að fara á mismunandi staði í morgunmat. Við fórum allavega þrisvar á kaffihús sem heitir Bagels & Beans sem eru með margar mismunandi beyglur og mjög góðar.
Þennan stað sáum við á nokkrum stöðum í miðbænum, mæli allavega með að prufa beyglurnar þarna.
Var ekki alveg nógu dugleg að taka myndir í ferðinni, en síminn var mestmegnis ofan í töskunni á meðan við vorum að njóta þess að vera úti.
Veitingastaðir
Kapitein Zeppos
Duttum inn á ótrúlega fallegt kaffihús sem heitir Kapitein Zeppos. Það var morandi í gróðri inni á staðnum. Fullt af blómum, plöntum, seríum og það var allt við þennan stað svo fallegt, sérstaklega fyrir blóma-perran mig.
Við erum miklu meira fyrir það að ramba inn á einhverjar hliðargötur, finna fallega litla veitingastaði og kaffihús í staðin fyrir að fara á voða fína veitingastaði.
Meram
Tyrkenskur veitingarstaður sem við stoppuðum á í smá kaffi.
Fékk mér þar crepes með nutella bombu inn í og ávexti. Hættulega gott.

Já, þetta var jafn gott og það lýtur út fyrir að vera. Jafnvel betra.
San Tommaso
Huggulegur ítalskur staður. Lasagne er einn af mínum uppáhalds mat en þar sem ég er grænmetisæta þá er erfitt að finna lasagne án kjöts. Ég spurði um grænmetis útgáfu og með því sármóðgaði ég greyið ítalska þjóninn. Það væri sko ekki alvöru lasagne, sem ég skil, en langaði samt í. Fékk hins vegar mjög gott pasta þrátt fyrir að ítalski þjóninn var rosalega fúll út í mig allan tímann hahah.
Assaggio

Sigling

Fórum í siglingu um miðbæinn með leiðsögumanni. Gaman að kynnast sögu borgarinnar örlítið og fá aðra sýn á hana.
Mæli með þessu, tekur aðeins klukkutíma og hægt er að fara í margar mismunandi siglingar.
Dagsferðir, kvöldferðir, með drykkjum eða lengri siglingar með 3ja rétta máltíð.
Body Worlds
Mjög áhugavert safn, hefði alls ekki verið til í að sleppa þessu.
Þið sem ekki vitið þá eru þetta allt alvöru manneskjur. Verið er að sýna allt sem tengist mannslíkamanum, starfsemi hans og huga.
Erfiðast fannst mér þó að sjá svæðið með fóstrunum, allt frá rúmlega 4ra vikna minnir mig og til 9 mánaða. Vissulega áhugavert en erfitt að sjá þar sem þetta eru jú alvöru börn.
Sex Museum

Veit ekki alveg við hverju ég var að búast af þessu safni. Löbbuðum framhjá og ákváðum að kíkja þar sem þetta var held ég aðeins 5 evrur á mann.
Mjög spes, hefði alveg getað sleppt því og mæli ekkert sérlega með að fólk kíki á þetta.
Rauða hverfið

Rauða hverfið var allavega á listanum yfir það sem ég varð að sjá. Hinsvegar þurfti ég alveg 2-3 daga að mana mig upp í það, tilhugsunin við þetta var svo óþægileg.
Vændi er löglegt þarna úti, þessar stelpur velja þessa starfsgrein en mér fannst þetta alltaf vera hálfgert mansal en það er það vissulega ekki.
Þetta var alveg ákveðin upplifun þrátt fyrir það en rauða hverfið er samt svo miklu, miklu meira en bara vændiskonur í gluggum.
Garðar
Það eru almenningsgarðar út um allt, rétt fyrir utan miðbæinn.
Gaman að taka rölt þar í góðu veðri með kaffibolla eða jafnvel fara í lautarferð og njóta.
Eina sem okkur langaði til þess að sjá sem við gerðum ekki var hús Önnu Frank en það var uppbókað í meira en mánuð fram í tímann.
Ef við heimsækjum Amsterdam aftur, þá munum við klárlega heimsækja það safn.
Annars er þetta svo ótrúlega falleg og snyrtileg borg, eins og sagði hér ofar og mæli ég mjög með að taka langa helgi þar.

Inga ♡