Eruði nokkuð komin með leið á brúðkaupsfærslunum? Hér er síðasta.
Nú eru rúmir þrír mánuðir liðnir síðan við giftum okkur. Ég setti inn brúðkaups-mynda blogg í síðasta mánuði en núna langar mig að segja ykkur aðeins frá stóra deginum, hvað við vorum með í matinn, hvernig skreytingarnar voru, hvar við keyptum fötin okkar og svo framvegis.
Við skulum byrja á mér. Kjóllinn sem ég keypti mér er frá merkinu Aire Barcelona. Ég keypti hann í Barcelona í verslun sem heitir Wedding Land en þau bjóða upp á allskonar merki og allskonar þjónustu tengda brúðkaupum. Ef það er áhugi fyrir því að lesa um kjólaleiðangurinn minn þá er hægt að gera það hér.
Skórnir sem ég var í eru frá merkinu Menbur.
Hárskrautið keypti ég á Ebay.
Kjóllinn sem ég var í seinna um kvöldið þegar parýið byrjaði keypti ég á ASOS.
Brúnkuna setti ég sjálf á mig og notaði ég Marc Inbane. Í þessari færslu getið þið lesið nánar um það.
Ég var með augnhár frá MAC, þessi hálfu.
Daman sem að farðaði mig heitir Rita Skomrova. Hún mætti upp á hótel ásamt samstarfskonu sinni Katerynu Usenko sem að setti í hárið á mér. Ég hitti þær fyrst í janúar en þá komu þær heim til mín og gerðu prufu förðun og greiðslu. Ég var mjög tímanlega í því en ég vildi ná að bóka þær ef prufunin gengi vel. Þær voru ótrúlega faglegar og komu þær á brúðkaupsdaginn og gerðu mig fína ásamt móður minni, systur minni og tengdamömmu.
Jakkafötin sem Óli var í keyptum við í Mango. En það er til mjög mikið af flottum jakkafötum þar á góðu verði. Skyrtuna keypti hann einnig í Mango og skóna keypti hann í spænskri skóbúð. Bindisnælan er frá Jóni & Óskari.
Ég var búin að finna svo flottan kjól á hana Ágústu Erlu á netinu, en þegar ég ætlaði að panta hann þá stóð að það tæki 6-8 vikur að fá hann sendann. Það var alltof langur tími þar sem að þá voru 5 vikur í brúðkaup. Ég fór því að þræða búðir í Barcelona en fann ekki neitt sem mig langaði að kaupa. Stuttu fyrir stóra daginn fann ég búð sem seldi brúðarkjóla og blómastelpukjóla. Hún var í hverfinu mínu og þessi búð var svakaleg. Fullt af flottum kjólum en búðin var gjörsamlega troðin af dóti. Konan sem afgreiddi mig og Ágústu Erlu talaði bara spænsku (eins og allir þarna) og reyndi ég eftir bestu getu að útskýra fyrir henni hverju við vorum að leita af. Hún sýndi okkur þá kjóla sem hún átti í hennar stærð og svaraði Ágústa Erla já og nei um hvort hún vildi máta þá. Hún mátaði fyrsta kjólinn og ég spurði hana hvort hún vildi vera í honum í brúðkaupinu, svarið var einfalt nei. Hún prófaði næsta en vildi hann ekki heldur því kjólinn sveif ekki nógu mikið upp þegar hún snéri sér í hring. Þriðji kjóllinn sem hún mátaði langaði mig að kaupa en hún harðneitaði því, vildi sko ALLS ekki vera í honum í brúðkaupinu. Fjórða kjólinn valdi hún með bros á vör. Ég vildi bara leyfa henni að ráða, þetta hefði ekki verið mitt val en hún var mjög ákveðin í þessu og alsæl. Það skiptir öllu.
Hárskrautið keypti ég líka í þessari kjólabúð. Skórnir voru keyptir í H&M ásamt hvítum ermum sem hún þurfti rétt svo að nota í lok kvölds því það var svo gott veður.
Blómvöndinn minn og barmblóm karlanna gerði blómabúð í Gavá sem að keyrði svo blómin á brúðkaupsstaðinn á brúðkaupsdaginn.
Þá er það maturinn, drykkirnir og skreytingarnar. Ég sagði ykkur í færslu sem ég gerði um daginn frá því þegar við fórum í smakk hjá veisluþjónustu, sem við enduðum svo á að bóka. Hér getiði lesið allt um þá reynslu.
Veisluþjónustan Monchos sá um matinn, drykkina, uppsetningu á borðum, sætaskipanið, barinn, útprentuðu matseðlana, skilti og þjónarnir voru á þeirra vegum.
Það sem við buðum uppá var:
Drykkur við komu:
Lavender lemonade
Fordrykkur eftir athöfn:
Smoked pineapple and vanilla mojito
Tapas eftir athöfn:
Iberian ham shavings with oil pearls
Foie mi cuit with mango geleé
Blue lobster and prawns “Rock & Lobster Roll”
Smoked sardine on a “coca” bread with pickled mushrooms
Salmon taco with yoghourt and trout roe served in a steamer
Shrimp Pop with spicy mayonnaise
Crunchy spring roll with sweet chilli sauce
Boletus & grana padano croquettes
Crispy berian ham and brie “mollete” with truffle oil
Boletus and parmesan false cappuccino
Svo var sest til borðs eftir myndatöku og spjall við gesti.
Í forrétt var:
Cold ripe tomato soup with mascarpone on prawns mini tartar
Fyrir grænmetisætur:
Raw vegan bowl with kale and hummus duet
Í aðalrétt var:
Galician grilled beef tenderloin with raté potato, crunchy fresh vegetables and boletus creamy sauce
Fyrir grænmetisætur:
Black Beans balls with peanut creamy sauce and quinoa
Í eftirrétt var kökuhlaðborð:
Red Velvet with cheese frosting
Double chocolate Sacher
NY Cheese Cake
Við fengum að velja fötin á þjónana, hvernig sætaskipanið ætti að vera, útlitið á matseðlunum og hvernig var lagt á borð. Við skoðuðum bækling frá þeim og gátum þannig séð og valið hvað við vildum.
Maðurinn sem gaf okkur saman heitir James Humber og kallar hann sig the wedding man. Algjör snillingur sem gerði athöfnina alveg eftir okkar höfði.
Söngkonan sem söng í athöfninni heitir Monica Mussungo og með henni var gítarleikari, saman kalla þau sig Salt & Soul duo. Þau tóku inngöngulag, lag í miðri athöfn og svo útgöngulag. Þegar við fórum í myndatökuna þá var boðið uppá snitturnar og mojito-inn og þau sungu á meðan.
Ljósmyndarinn heitir Mene Diaz og teymið með henni sem tók upp myndbandið heitir the love studio Barcelona. En hér er hægt að horfa á myndbandið.
Kökutoppinn keypti ég hjá Hlutprent.
Eftir eftirréttinn tókum við fyrsta dansinn sem hjón og fóru allir gestir undir trén og mynduðu hring í kringum okkur. Allir fengu stjörnuljós og dönsuðum við við lagið „Ég elska þig svo heitt“ með Krumma og Björgvin Halldórs.
Á öllum borðum var búið að setja blöð og penna. Það var búið að hengja upp snæri með þvottaklemmum og báðum við gesti um að skrifa kveðja eða einhverskonar heilræði til okkar og hengja upp. Gylltu kassarnir voru settir fram í lok kvölds en í þeim var smá nammi fyrir gesti til að taka með sér heim. Kassana keypti ég í partýbúð í Barcelona.
Eftir matinn og fyrsta dansinn færði dj-inn sig inn í hús. Dj-inn kom með allt hljóðkerfi og míkrafóna á svæðið. Hann sá um tónlistina í matnum og færði sig svo inn fyrir partýið.
Svo má ekki gleyma þessum guðdómlega stað þar sem að allt fór fram. Við leigðum semsagt bara svæðið sem er húsið og öll lóðin í kring. Staðurinn heitir Masia Ribas og er í Gavá sem er rétt fyrir utan Barcelona. Ef þið ætlið að gifta ykkur erlendis þá mæli ég 100% með þessum stað sem og öllu sem ég hef nefnt hér að ofan.
Á ganginum í húsinu eru viðarbretti hengd upp á veggnum. Ég var búin að föndra hashtagið okkar #GOWEDDING2019 í glimmer stöfum sem við hengdum upp á brettin ásamt smá blómum sem við notuðum sem myndavegg.
En til þess að allt gangi upp verður maður, að mínu mati, að hafa veislustjóra. Við fengum bróðir Óla og unnustu hans að vera veislustjóra og guð minn góður hvað við hefðum ekki getað þetta án þeirra. Þau sáu um alla dagskrána yfir daginn, ræður, myndbönd og allskonar atriði sem komu upp. Á brúðkaupsdaginn þegar veisluþjónustan eða konan frá Masia Ribas eða hver sem er var með einhverjar spurningar eða vangaveltur þá benti ég þeim á að tala við veislustjórana. Nauðsynlegt svo maður geti slakað á og notið dagsins í botn.
Elísa Dögg og Jón Grétar bestu veislustjórarnir.
Það vantaði sko heldur betur ekki matinn í þessa veislu en á miðnætti var settur upp mini-hamborgara vagn. Þar var hægt að fá kjúklinga- eða nautakjötsborgara með allskonar meðlæti á. Við hliðiná dansgólfinu var búið að setja upp bar þar sem að gestir gátu fengið sér það sem þeir vildu að drekka.
Þetta var skemmtilegasti og besti dagur lífs míns og heppnaðist allt fullkomlega. Það var svo gaman að sjá hvað margir komu til að halda uppá þennan dag með okkur og erum við svo þakklát fyrir fólkið í kringum okkur.
Á Instagramminu mínu getið þið séð í „highlights“ brúðkaupsundirbúning I og 2, brúðkaupsdaginn sjálfan og ljósmyndir frá deginum.
xo
Guðrún Birna
Instagram: gudrunbirnagisla