Ég byrjaði að fylgja Sally Faye á Instagram fyrir sirka tveimur árum. Það sem greip mig strax við prófílinn hennar, fyrir utan það hvað myndirnar á veggnum voru allar fallegar, voru teikningarnar hennar. Hún er tísku og beauty illustrator og gerir klikkaðar myndir. Hún vinnur fyrir risastór og flott fyrirtæki við illustration.
Hún gaf út sína fyrstu bók í fyrra sem heitir All Black Everything og er tísku leiðsögubók um það hvernig á að klæðast svörtu alla daga ársins.
Myndir fengnar af Instagram síðu Sally Faye.
Bókin inniheldur leiðarvísa um hvernig er hægt að setja saman outfit og skiptir hún því niður eftir árstíðum og tilefnum. Einnig er hún með ýmis „tips & tricks“ þegar kemur að tísku og öllu sem því tengist. Bókin er 240 blaðsíður og skartar 150 myndum eftir hana.
Maður þarf ekki að vera með „all black“ fataskáp til að kaupa og elska þessa bók. Hún er fyrir alla tísku elskendur. Einnig er hún bara svo falleg að hún fer vel í stofuhillunni.
Ég elska að fletta í gegnum mína bók – hún er einstaklega falleg. Bókina er hægt að kaupa meðal annars á heimasíðu Sally.
xo
Guðrún Birna
Instagram: gudrunbirnagisla