Ágústa Erla varð 2 ára á sunnudaginn, 20. ágúst. Vá hvað tíminn er fljótur að líða, finnst svo stutt síðan að við vorum uppá fæðingadeild en samt er svo ótrúlega margt búið að gerast á þessum tveimur árum – æj þið fattið. En við héldum smá afmælisboð fyrir nánustu fjölskyldu á sunnudaginn og áttum við æðislegan dag saman. Við vorum mjög heppin með veður, yndislegt að geta haft opið út á pall og setið úti og borðað og krakkarnir leikið.
Í ár vildum við hafa veitingarnar frekar einfaldar. Blómstrandi dagar í Hveragerði voru þessa helgi líka og við förum alltaf þangað þegar sú hátið er, en Hveragerði er minn heimabær. Við vissum að við myndum ekki hafa mikinn tíma til að baka og stússast í veitingum. Á boðstólnum voru heitar brauðrúllur, rice krispies með lakkrísbitum, ostasalat og túnfisksalat með brauðbollum og kexi, litlar pizzur og jarðaber. Og svo auðvitað afmæliskaka sem ég keypti tilbúna að þessu sinni.
Ég var með einhyrningsþema í ár með pastellitum og gylltum. Kökuna keypti ég hjá Kökuskreytingar Örnu á Facebook og var kakan ekkert smá falleg og ótrúlega góð!
Það eru mjög stórir gluggar í stofunni okkar og þegar það er sól og heitt úti getur verið mjög heitt inní stofu. Eins og kannski sést á þessari guðdómlegu einhyrningsköku þá var hún byrjuð að bráðna í sólinni haha en það gerði ekkert til, hún var samt gómsæt. Ég mæli 100% með kökunum hjá Örnu, það töluðu allir um það hvað hún væri góð.
Rice krispies uppskriftin sem ég notaði er frá Snædísi og þið finnið hana hér. Ég prófaði þessa uppskrift fyrst fyrir ári og hef ekki notað aðra síðan.
Túnfisksalatið og ostasalatið gerði móðir mín og sló ostasalatið sérstaklega í gegn. Hér er uppskriftin að því:
Ostasalat
1 Mexico ostur (þessir kringlóttu)
1 hvítlauksostur (ostarnir brytjaðir smátt)
1 og 1/2 dós 18% sýrður rjómi
1 lítil dós maionaise
1/4-1/2 púrra (brytjuð smátt)
1 rauð paprika
1 gul paprika (brytjaðar smátt)
1 dós ananaskurl – pressa safa frá
rauð og græn vínber sett í lokin (skorin í 2-4 bita eftir stærð)
Litlu pizzurnar keypti ég frosnar(já ég sagði að ég vildi hafa þetta einfalt!) í Bónus, en það er hægt að fá þrjár tegundir af áleggi. Þær eru mjög góðar, eins og nýbakaðar og enginn fattaði að þetta hafi verið frosið 😉
Ég keypti litlar brauðbollur í Costco en það er hægt að fá 36 bollur á 999 krónur, mjög sniðugt fyrir veislur og þær eru mjög góðar.
Þennan tvist föndraði ég með systur minni fyrir afmælið. Ég er ekki mikill föndrari og vissi ekki alveg hvað ég var að koma mér útí en mér finnst hann hafa heppnast alveg ágætlega. Ég er búin að fá margar spurningar á snappinu um hvernig ég gerði hann þannig að ég ætla að henda því í sér blogg – endilega fylgist vel með því.
Allt skrautið, pappadiskana og pappaglösin keypti ég á ebay – Hér eru linkar að því fyrir áhugasama:
Bleik „happy birthday“ pappaglös.
Servíetturnar eru frá Partývörum.
Þetta var frábær dagur í alla staði!
Ef þið viljið fylgjast nánar með okkur:
Instagram: gudrunbirnagisla
xo
Guðrún Birna