Þegar Klara varð eins árs þá föndraði ég afmæliskórónu fyrir hana til að hafa í veislunni. Í stað þess að kaupa kórónu þá vildi ég frekar gera hana sjálf. Ég var með ákveðna hugmynd af hvernig kórónu ég vildi gera og vissi ég að þannig fæst ekki útí búð. Mér finnst mjög gaman að föndra þannig ég hafði bara gaman af þessu. Þetta var ekki kostnaðarsamt og Klara dýrkaði kórónuna.
Ég fór í Föndru á Dalvegi og keypti mér þrenn skonar glímmer pappíra. Gatara með fiðrlildi og skrautsteina til að skreyta kórónuna. Föndra er með mikið úrval af föndurdóti og er stór hætturleg fyrir föndrara því það er allt til þarna 🙂
Úrvalið í Föndru.
Ég notaði gatarann og úr varð flott og ódýr borðskreyting fyrir veisluna.
Mér finnst best að búa til skapalón þegar ég geri kórónur. Þá teikna ég helminginn og spegla hinn svo kórónan sé alveg eins.
Næst nota ég límbyssu til í líma hana saman. Það er fljótara að hefta en mér finnst betra að nota límbyssu. Þá sést ekki í heftin og hárin festast ekki í heftinu eins og gerist stundum.
Búin að líma saman og skreyta. Þessa kórónu gerði ég fyrir litla frozen prinsessu 🙂
Kórónan sem Klara var með á afmælisdaginn 🙂
Þessi færsla er ekki sponsuð né er hún auglýsing