Þar sem stelpan mín er alveg að verða 6 ára þá fannst mér tilvalið að henda í eina svona hugmynda færslu. Maður getur oft verið svo hugmyndasnauður þegar kemur að afmælisgjöfum. Þá finnst mér svona færslur alltaf frábærar. Maður fær ótal hugmyndir og hjálpar þetta oft til við leit af góðri gjöf. Mér finnst persónulegra alltaf skemmtilegra að gefa smá pakka í stað þess að gefa pening 😊
Gull fallegur snyrtispegill frá Von Verslun.
Smá föndur frá A4. Það er hægt að kaupa margar týpur af þessum pökkum. Ég mæli mikið með enda á góðu verði.
Polly Pocket er ótúrlega skemmtilegt. Smá nostalgíu fílingur.
Barbie er alltaf góð gjöf. Fæst í Hagkaup & Kids Coolshop.
Þar sem þessi yndi eru nú á leið í skóla þá mæli ég með góðum skólatöskum.
Töskur & veski er sniðug gjöf.
Margir sem vilja fá línuskauta.
Litir & tússlitir er alltaf klassískt fyrir þau sem eru að fara byrja í skóla.
Vona þetta gagnist einhverjum
Hef þetta ekki lengra 🖤