Nú styttist í afmælið mitt, eða bara tveir dagar í það. Þetta er ekkert stórafmæli, enda bara að verða 28 ára, en mér finnst alltaf gaman að skoða afmælisgjafalista hjá öðrum og því ætla ég að deila mínum með ykkur.
Nr. 1 á listanum er fallegur dökkblár kósýgalli. Eins og er er þetta sett frá Define the line efst á lista.
Nr. 2 á lista eru strigaskór og helst hvítir. Ég er gjörsamlega búin að ganga mína skó í tætlur. Mig langar í þessa New Balance skó.
Nr. 3 er ilmvatn. Því miður er erfitt að fá uppáhalds ilmvatnið mitt, þar sem það er árstíðarbundið. Það er ilmvatnið Armani Code Turquoise for her. En um daginn var ég að leita af innihaldsefnunum í þessu ilmvatni, til að finna eitthvað svipað sem fengist hér á landi (auðvelda kallinum kaupin) og rakst á heimasíðuna Fragmantica.com. Þarna getur þú sett inn heitið á ilmvatninu þínu og fundið út svipaðar vörur, annað hvort út frá meðmælum annarra eða innihaldsefnum. Hér er t.d. ilmvötn sem ég gæti notað í stað þess sem er mitt uppáhalds.
Nr. 4 er fallegt en einfalt gull skart. Ég er ekki með eitthvað eitt í huga, en mig langar bara í skart úr alvöru gulli. Ég á nokkra hluti sem eru gullhúðaðir og þarf því að passa þá, t.d. eins og hringi, svo húðin fari ekki af. Ég er þó mest spennt fyrir einföldum skartgripum og eins og er er ég mest hrifin af vörum frá mjöll, Katrínu Þórey gullsmið og aurum jewllery.
Síðast en ekki síst þá væri ég 100% til í eitthvað dekur, helst nudd. Ég verð að viðurkenna að ég hef aðeins einu sinni farið eitthvert nudd og ég held að það sé kominn tími á að gera það aftur!
Það er fátt fleira sem mér dettur í hug, en ég er líka nú þegar búin að fá nokkra hluti í afmælisgjöf sem voru á óskalista.
Takk fyrir lesninguna!