Ég hef alltaf gaman af því að fá hugmyndir hvað er hægt að gefa og sjá hvað fólki langar í svo ég ákvað að deila með ykkur óskalistanum hans Haðars fyrir eins árs afmælið.
Heði okkar vantar svo sem í rauninni ekki neitt eins og er. Við reynum að kaupa frekar vandaða hluti heldur en marga og reyni að hugsa fram í tíman þegar það eru tilboð, afslættir eða get keypt notað.
Höður er ekkert mikið að leika sér aðallega vesenast eins og við köllum það. En þá er tilvalið að byrja safna fallegum leikföngum þegar hann fer að leika sér meira. Hann hefur bara ekki tíma í það eins og er, mikið skemmtilegra að hlaupa og príla.
Ljósa skjaldbaka fæst t.d. í uppáhalds Fjarðakaup, linkur hér hjá draumalandi þar sem hún færst líka.
Sá þessi sætu viðar leikfangaverkfæri fannst þau of sæt, linkur hér.
Læknasett frá Liewood er allt of sætt og örugglega mjög gaman að leika seinna meir, linkur hér.
Bílabraut, finnst hún svo flott og skemmtileg eitthvað sem hann getur leikið lengi með, linkur hér.
Diskamottur – Heði vantar diskamottur til að verja borðið aðeins þegar hann borðar sjálfur. Við tókum plötuna af matarstólnum þar sem það var mikið sport að hanga í henni…, linkur hér.
Boostglös – Við erum byrjuð að búa meira til boost og var búin að sjá að þessi opnist ekki þegar þau detta í gólfið, vona að það sé satt, linkur hér.
Hnífapör fyrir litlar hendur – var búin að sjá þessi hnífapör hjá Valhnetu en þau eiga að vera þægileg fyrir litlar hendur til að æfa sig að borða, linkur hér.
Heði vantar ekki mikið af fötum, hann hefur verið svo heppin að fá mikið af útifatnaði í gjafir þannig hann er held ég nánast tilbúin fyrir leikskólann í haust! Þetta eru þær flíkur sem honum vantar.
Ullar sokkar frá Joha í stærð 80, keypti húfuna og vettlinganna en gleymdi sokkunum.. þetta eru svo æðislegar vörur frá Joha, linkur hér.
Ullarbuxur og peysa frá Joha í stærð 80.
Linkur fyrir buxur hér.
Linkur fyrir peysu hér.
Sundgalli frá Liewood kannski full snemmt að finna sundföt en fann einn flottan í þeirri stærð sem okkur vantar fyrir vor/sumar 80/86, linkur hér.
Krakka sólgleraugu, mig langar mjög mikið í þessi finnst þau svo krúttleg, linkur hér.
Það sem við höfum hugsað okkur um að kaupa fyrir hann í eins árs afmælisgjöf. Höfum alveg verið að frá því að kaupa eitthvað stórt sem hann hefði gaman að yfir í að setja pening inn á sparireikning, svona þar sem hann þarf ekki mikið eins og er. Enn finnst nú líklegra að við kaupum stóran pakka fyrir hann.
Pikler – klifurgrind, hefur komið til greina þar sem drengurinn okkar er mikill orkubolti og er bókstaflega útum allt, linkur hér.
Hlaupahjól, hvaða barn elskar ekki hlaupahjól finnst þetta svo sniðugt fyrir þessi litlu krútt. Við munum klárlega kaupa svona hjól eiginlega spurning um hvenær, linkur hér.
Síðan eru það vörur frá stepsstones sem ég hef mikið skoðað, en þau eru hugsuð til að hvetja börn til hreyfingar.
Þessir steinar sem ég setti á listan hugsaði ég að myndu kannski fá litla drenginn aðeins til að staldra við og skoða. Það er hægt að kaupa vörurnar á Luksusbaby og Coolshop.
BObles stepsstones, linkur hér.
BObles Sense Stones, linkur hér.
Takk fyrir að lesa – þangað til næst 🤍
Færslan er hvorki kostuð né unnin í samstarfi.