Af hverju borða ég greip

Kostir þess að borða greip eru heldur betur margir. Fyrir nokkrum árum var ég mjög samviskusöm með mataræðið og borðið hálft greip á morgnanna í um tvö ár. Ég sá mikinn mun á maganum á mér en hann var ekki eins „bólginn“ og hann var alltaf. Ég sótti síður í sætan mat og leið mjög vel. Mér finnst greip líka bara mjög gott og ferskt.
Þegar ég flutti út tók ég aftur upp á því að borða greip á morgnanna og finn ég hvað það er að gera mér gott.

Hér koma nokkrir fræðslupunktar um greip:

1. Það er lágt í kaloríum, en hátt í næringarefnum.
2. Er með mikið magn af trefjum, vítamínum, steinefnum og andoxunarefnum.
3. Að borða greip reglulega getur haft jákvæð áhrif á ónæmiskerfið.
4. Greip inniheldur viðeigandi magn af trefjum sem getur hjálpað stjórn á matarlyst með því að stuðla að fyllingu.
5. Sýnt hefur verið fram á að það hjálpi við þyngdartap.
6. Það inniheldur næringarefni og andoxunarefni sem sýnt hefur verið fram á að hjálpa til við að vernda hjartað með því að stjórna blóðþrýstingi og kólesterólgildum.
7. Greip inniheldur mikið vatn, sem hjálpar þér að halda vökva í líkamanum.

Athugið samt að ef þið eruð að taka lyf, eins og ónæmisbælandi lyf, Benzodiazepines, flest „calcium channel blockers“, Indinavir, Carbamazepine eða sum statín að ráðfæra ykkur við lækni áður þar sem ávöxturinn getur haft áhrif á virkni lyfsins.

xo
Guðrún Birna

Instagram: gudrunbirnagisla

Þér gæti einnig líkað við