Æfingaföt frá Women´s best

Ég pantaði mér ný æfingaföt um daginn frá merki sem heitir WOMEN´S BEST því þau voru með allt að 60% afslátt af öllum vörum hjá sér. Ég er að fylgjast með Katrínu Eddu (@katrinedda)á instagram og hún hefur verið í samstarfi við þetta merki og sýnt mikið af fötum frá þeim og mælt með. Svo mig langaði til að prófa. Ég keypti mér buxur, topp og rennda hettupeysu á samtals um 14 þús kr með sendingarkostnaði, sem mér finnst bara vera mjög gott verð. En svo bættist náttúrulega tollur við þegar vörurnar komu til landsins og borgaði ég því í heildina um 19 þús kr. 

Ég notaðist við “size guide” sem er á síðunni hjá þeim til að ákveða hvaða stærðir ég myndi kaupa og pössuðu allar flíkurnar á mig og voru alveg eins og ég vildi hafa þær. 

Ég pantaði mér svartar POWER BUXUR.  Þetta eru saumlausar uppháar buxur með smávegis mynstri í og tók ég þær í medium. 

Ég pantaði mér svo svartan POWER TOPP líka sem er úr sama efni og buxurnar. Hann er mjög flottur í bakið og ég tók hann einnig í medium. 

Rennda peysan sem ég pantaði heitir POWER ZIP JACKET og valdi ég mér hana í myntu grænum lit. Hún var líka til svört, blá og bleik til dæmis, en mér fannst þessi græni litur bara svo flottur svo ég ákvað að breyta aðeins út af vananum og valdi hann. Ég tók peysuna í Large því ég valdi í size guidinum að ég vildi hafa peysuna frekar loose, alls ekki þrönga og þá kom að Large væri sennilega besta stærðin fyrir mig til þess. Peysan er akkúrat loose eins og ég vildi hafa hana, svo ég get klárlega mælt með að nota size guidið til að finna ykkar réttu stærð. 

Fötin eru mjög vönduð og allt í virkilega góðum gæðum, svo ég er rosalega ánægð með allt sem ég pantaði mér. Ég get alveg klárlega mælt með þessum fötum. Sendingin var alls ekki lengi á leiðinni, bara einhverja 4 daga ef ég man rétt. 

 

Takk fyrir að lesa

Þér gæti einnig líkað við