Æfing sem hægt er að gera úti eða heima

Nú er sumarið að nálgast og þá er svo gaman að breyta aðeins til og taka æfingar úti þegar veðrið er gott. Mig langar til að setja hér fram eina æfingu sem gaman er að taka úti.

Hér er æfingin:

Hita upp með teygjum og léttum æfingum í 5-10 mínútur.
HÉR er gott dæmi um góða upphitunaræfingu sem hentar hvar og hvenær sem er.

Eftir upphitun er farið í smá interval hlaup.

2-3 umferðir
Ganga 250m
Skokka 500m
Spretta 250m

Eftir hlaupin þá er farið yfir í æfingarútínuna:

3-5 umferðir:
20 HNÉBEYGJUR
18 FJALLAKLIFUR
16 FRAMSTIGSHOPP
14 MJAÐMARÉTTUR
12 UPPSETUR
10 HNÉBEYGJUHOPP
AFTURSTIG
PLANKALABB
BURPEES
ARMBEYGJUR

Svo er líka hægt að sleppa hlaupunum alveg og taka þá einungis æfingarútínuna á eftir upphituninni. Hver velur svo fjölda umferða eftir sinni getu eða eftir því hversu mikinn tíma maður hefur.

Ég setti inn myndbönd af öllum æfingunum, þannig að þegar þú ýtir á æfinguna þá ferðu sjálfkrafa yfir á youtube síðu með myndbandi af þeirri æfingu.

Takk fyrir að lesa

Þér gæti einnig líkað við