Amma mín prjónaði þessar peysur á langömmustelpurnar sínar ásamt nokkrum öðrum eins peysum, en hún er búin að prjóna tíu svona peysur á börnin í fjölskyldunni. Ef ég þekki hana rétt þá á hún örugglega eftir að gera fleiri.
En þær frænkur voru allar í peysunni um daginn þegar við hittumst öll í grilli – fannst alveg tilvalið að taka mynd af þeim saman. Það gekk ekkert frábærlega vel að ná mynd af þeim saman, enda þessar tvær yngri mikið á hreyfingu. Fjölskyldan stóð og hló að okkur þegar við hlupum um garðinn á eftir þeim að reyna ná góðum myndum.
Er búin að fá fullt af hrósum útaf peysunni, enda mjög töffaraleg og garnið flott!
Uppskriftin er af stroff.is og má finna hér en amma notaði garnið Bonus Aran tweed.
Amma mín er mjög dugleg að prjóna og hefur hún gert margt fallegt fyrir langömmu stelpuna sína. Meðal annars þessa peysu sem ég skrifaði færslu um í fyrra. Svo gaman að eiga þessar fallegu flíkur.
xo
Guðrún Birna
Instagram: gudrunbirnagisla