Vona að þið séuð að njóta hátíðanna og vil ég byrja á því að óska ykkur gleðilegra jóla.
Við héldum jólin hérna heima og partur af fjölskyldunni minni kom. Mér fannst þetta alveg ótrúlega gaman, við Freyr græjuðum allan matinn nema hamborgahrygginn sem mamma og pabbi komu með. Ég prufaði Oumph Wellington sem ég keypti tilbúið í Krónunni sem mér fannst mjög gott og tók afganginn með mér í jólaboð á jóladag, í stað hangikjöts.
Aðventustjakinn í ár frá Georg Jensen, ofan á marmarabakka frá Dimm
Winter Stories kertastjaki frá Finndottir undir dagatalskertið.
Ég tók nokkrar myndir af borðinu og forréttunum, á meðan ég var að bíða eftir að allir kæmu, sem mig langaði að deila með ykkur. En svo gleymdist myndavélin alveg, ætlaði að vera duglegri að taka myndir af öllum matnum, kvöldinu sjálfu og fólkinu. En einhvernveginn þá gleymist það hvert einasta ár, en það er bara allt í lagi.
Borðið
Dúkur – H&M Home
Diskar, glös og hnífapör – Rosendahl
Kertastjakar – Fengum í jólagjöf í fyrra, frá H&M Home
Kertin – Søstrene Grene
Servíettur – Søstrene Grene
Merkispjöld – Søstrene Grene
Forréttirnir
Steiktar perur með brie.
Þar sem ekki allir borðuðu graflax þá ákvað ég að hafa einn auka forrétt, sem var reyndar rifist um í stað graflaxins. Hafði þetta aðeins sem smakk því ég bjóst engan við því að þetta yrði svona rosalega gott. Fékk uppskriftina hjá henni Svövu sem heldur úti síðunni Ljúfmeti HÉR.
En ég notaði heslihnetur í staðin fyrir furuhnetur þar sem ég átti enn afgang síðan ég bakaði sörurnar.
Graflax
Graflax með graflaxsósu á ristuðu brauði. Einfalt og alltaf jafn gott.
Jólatréð í ár.
Jólastjarnan frá Georg Jensen.
Bjó til jólatréshlífina úr bast körfu úr Rúmfatalagernum og setti velúr efni utan um, einnig úr Rúmfatalagernum.
Inga ♡