Við erum með Adamex Pajero vagn sem tengdaforeldrar mínir gáfu okkur. Þau keyptu hann í Póllandi og komu með hann hingað til landsins. Vagninn er ótrúlega vandaður og flottur og er greinilegt að það sé búið að pæla í hverju einasta smátirði. Með vagninum fylgdi kerrustykki og skiptitaska ásamt fleiri smáhlutum. Sameinuðu þjóðirnar hafa veitt þessum vagni viðurkenningu fyrir góð gæði og er því gæðastimpill á hverjum og einum vagni.
Vagnarnir koma í öllum regnbogans litum og getið þið valið um allt að 30 grindur til að hafa undir vagninum. Þannig þið getið rétt ímyndað ykkur hvað tengdó voru lengi að velja. En þau völdu grind sem hentaði okkur best. Við erum með Pajero grind og hentar hún vel á grófu og sléttu yfirborði.
Það eru demparar að aftan sem mýkja ferðir á ósléttum grunni. Dekkin að framan er hægt að stilla á tvennu vegu sem er mjög þæginlegt. Góð bremsa og sterk dekk með lofti. Vagninn er ótrúlega skemmtilegur því hann er svo fjölhæfur, þú getur breytt honum eins og þú vilt. Ég skal láta fylgja myndband hérna í lokin.
Vagninn kostaði á sínum tíma 47 þúsund og hingað til landsins 53 þúsund. Mér finnst verðið alveg hreint ótrúlegt miðað við vagna hér á Íslandi.
Ótrúlega ánægð með hann!
Eina sem ég get sagt útá hann er að það vantar endurskýnsmerki. Ég var ekki lengi að fjárfesta í svona endurskýnsmerkja rúllu og límdi á grindina. Gott að vita að við verðum vel sjáanlegar þegar það er dimmt úti 😊
Hef þetta ekki lengra 💕