Að tileinka sér nýjar venjur (habit tracking)

Ég er nýbyrjuð að nota habit tracker til að fylgjast með ákveðnum venjum hjá mér sem ég hef verið að tileinka mér eða setja mér sem markmið. Ég hef oft séð fólk nota þetta, en einhvern veginn aldrei prófað sjálf. En þegar ég keypti dagbókina mína fyrir árið 2022, sem ég sagði ykkur frá HÉR, þá ákvað ég að setja svona habit tracker í hana því mig langaði að prófa. Ég er svo búin að vera að nota þetta núna það sem af er ári og mér finnst þetta ótrúlega gaman. Þetta er svo sniðug aðferð til að fylgjast með venjum og til að halda sér við venjur sem manni langar að tileinka sér. Þetta virkar allavega vel fyrir mig til að halda mér við efnið. 

Habit tracker (þið verðið að afsaka ensku sletturnar, ég bara fann ekkert íslenskt orð yfir þetta sem mér fannst við hæfi) virkar þannig að maður er með dálka fyrir hvern dag og litar í, eða x-ar við, þá daga sem maður hefur gert hlutinn sem maður er að “tracka”. Ég er til dæmis að merkja við þá daga sem ég stunda einhverskonar útivist, þ.e. göngutúr, hlaup eða fjallgöngu. Einnig er ég að tracka skrefa markmiðin mín fyrir daginn, svefninn minn og svo er ég að tracka hlaupin líka sér, því mig langar að fylgjast með hversu oft ég er að hlaupa, svo ég hlaupi kannski aðeins oftar en ég á til að gera. 

Hver og einn velur svo náttúrulega algjörlega sjálfur hvað hann/hún er að tracka. Þú getur trackað hvenær þú prjónar, lest, sparar pening, nærð minna en x tíma í skjátíma í símanum þínum, borðar ekkert nammi, horfir ekkert á sjónvarpið eða bara hvaða venju sem þig langar að tileinka þér eða gera oftar/sjaldnar. Ég mæli alveg endilega með að prófa þetta, það er svo gaman að geta merkt við og ná markmiðum. 

Ég ætla að sýna ykkur hérna nokkur dæmi um hvernig habit tracker getur litið út. Það er hægt að leika sér mjög mikið með þetta og prófa allskonar útlit. Þannig að þó maður eigi ekki dagbók þar sem þetta er tilbúið í bókinni, þá getur maður föndrað svona sjálfur bara og prófað sig áfram. 

Takk fyrir að lesa 

Þér gæti einnig líkað við