Að þvo íþróttafötin sín rétt

Til þess að íþróttafötin virki og endist sem lengst þá þarf að þvo þau rétt.

Oft byrja sum íþróttaföt að hnökra, kemur súr vond lykt og verða rosalega rafmögnuð. Það allt er merki um að þú ert að þvo fötin vitlaust.

„Flest“ öll íþróttaföt nú í dag eru með efninu Dri-FIT sem er viðkvæmara en önnur efni.

Dri-FIT efnið er samansett úr örtrefjum og pólýaster. Efnið er létt og andar vel og gufar því svitinn hratt upp þannig íþróttafötin haldast þurr og þægileg. Til þess að Dri-FIT efnið virki rétt þá er mjög mikilvægt að þvo það rétt.

Hér eru góðir punktar þegar kemur að því að þvo íþróttafötin rétt

  • Alls ekki nota mýkingarefni
  • Alltaf að þvo á lágum hita 30-40°
  • Alls ekki leggja þau í klór
  • Þvo alltaf á röngunni
  • Notið þvottaefnis duft í stað fljótandi efni
  • Ekki nota þurrkara
  • Hengið fötin upp til þerris
  • Þvo öll íþróttaföt saman og í sama lit
  • Til að fá frískan og góðan ilm er gott að nota ilmdropa/ilmkúlur

Þegar það er mjög vond lykt af fötunum

  • Þá er mjög gott að nota Rodalon
  • Rodalon fjarlægir slæma lykt og stöðurafmagn úr fötunum
  • Gott að leggja í bleyti (1dl Rodalon á móti 1 líter af vatn)

Gott er að hafa fötin í bleyti í upplausninni í ca 30 min og setja síðan í vél. Ath ef notað er Rodalon Sport þá má nota þvottaefni með annars má það ekki. Sum Rodalon efni vinna ekki vel með þvottaefni. Þvottaefnið drepur alla virknina og skilar efnið ekki góðum árangri. Þegar þvegið er með Rodaloni þá má hitinn á vatninu aldrei fara yfir 40° þá virkar efnið ekki. Efnið má líka setja í forþvott- mýkingarefnis hólfið á þvottavélum með og án þvotts til að losna við lykt.

 

Rodalon Sport er sérstaklega gert fyrir íþróttaföt/skó og því mjög góður kostur að geta notað þvottaefni með því.
Rodalonið úr stóra brúsanum er meira fyrir innanhús þrif. Til dæmis ef það þarf að þvo þvottavélina þegar það er komið vond lykt inní hana, almenna sótthreinsun inní eldhúsi/baði. Má nota með þvottinum en þá er ekki mælt með að nota þvottaefni.

Rodalon fæst í öllum helstu matvöruverslunum hér á landi og mæli ég mikið með því!

Hef þetta ekki lengra 🙂

Þér gæti einnig líkað við